Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Spjallað við bændur í Efstadal
Mynd / Beit
Fréttir 4. ágúst 2017

Spjallað við bændur í Efstadal

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í nýjasta þætti Spjallað við bændur er farið í heimsókn í Efsta­dal í Blá­skógabyggð en þar er rekið mynd­arlegt kúa- og ferða­þjónustubú. Rætt er við Sölva Arnarsson sem sér um reksturinn ásamt öðrum fjöl­skyldumeðlimum. Sölvi fer yfir búskapinn og fjallar um það hvernig hann fléttast saman við ferða­þjón­ustuna sem er afar blómleg á hans heimaslóðum. 
 
Þorsteinn Roy Jóhannsson, spyrill þáttanna, segir að það sé margt fróðlegt í þessum þætti.
 
„Bændurnir í Efstadal vilja að upplifun ferðamannsins sé þannig að hann sé í raun að koma í heimsókn á sveitabæinn Efstadal og sjá þá starfsemi sem er í gangi. Svo getur hann gætt sér á dýrindis kræsingum af matseðli, ís, ostum og skyri sem þau búa til úr þeim afurðum sem þau eru að framleiða. Þau eru einnig með hestaleigu og fimm hunda á bænum,“ segir Þorsteinn. Fyrr á árum voru um 700 fjár á vetrarfóðrum á bænum en það var skorið niður vegna riðu og alfarið farið í kúabúskap og nautgripaeldi.
 
„Sölvi sagði okkur líka að jörðin væri á þannig stað að kúabúskapurinn henti mun betur en fjárbúskapurinn. Kindunum finnst nefnilega blómin í görðum sumarhúsanna þarna í kring langbest á bragðið!“ 
 
Þættirnir Spjallað við bændur eru aðgengilegir á vef Bændablaðsins, bbl.is og líka á Facebooksíðu blaðsins. 

 


 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...