Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Spjallað við bændur í Efstadal
Mynd / Beit
Fréttir 4. ágúst 2017

Spjallað við bændur í Efstadal

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í nýjasta þætti Spjallað við bændur er farið í heimsókn í Efsta­dal í Blá­skógabyggð en þar er rekið mynd­arlegt kúa- og ferða­þjónustubú. Rætt er við Sölva Arnarsson sem sér um reksturinn ásamt öðrum fjöl­skyldumeðlimum. Sölvi fer yfir búskapinn og fjallar um það hvernig hann fléttast saman við ferða­þjón­ustuna sem er afar blómleg á hans heimaslóðum. 
 
Þorsteinn Roy Jóhannsson, spyrill þáttanna, segir að það sé margt fróðlegt í þessum þætti.
 
„Bændurnir í Efstadal vilja að upplifun ferðamannsins sé þannig að hann sé í raun að koma í heimsókn á sveitabæinn Efstadal og sjá þá starfsemi sem er í gangi. Svo getur hann gætt sér á dýrindis kræsingum af matseðli, ís, ostum og skyri sem þau búa til úr þeim afurðum sem þau eru að framleiða. Þau eru einnig með hestaleigu og fimm hunda á bænum,“ segir Þorsteinn. Fyrr á árum voru um 700 fjár á vetrarfóðrum á bænum en það var skorið niður vegna riðu og alfarið farið í kúabúskap og nautgripaeldi.
 
„Sölvi sagði okkur líka að jörðin væri á þannig stað að kúabúskapurinn henti mun betur en fjárbúskapurinn. Kindunum finnst nefnilega blómin í görðum sumarhúsanna þarna í kring langbest á bragðið!“ 
 
Þættirnir Spjallað við bændur eru aðgengilegir á vef Bændablaðsins, bbl.is og líka á Facebooksíðu blaðsins. 

 


 

Aðgerðir í landnotkun reynast ábatasamar
Fréttir 28. febrúar 2025

Aðgerðir í landnotkun reynast ábatasamar

Mörg hundruð milljarða ábati er af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda samkvæmt kos...

Vilja fella niður lög um gæðamat
Fréttir 28. febrúar 2025

Vilja fella niður lög um gæðamat

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um að fella b...

Háihólmi veltir meira en milljarði króna
Fréttir 28. febrúar 2025

Háihólmi veltir meira en milljarði króna

Háihólmi ehf. hagnaðist um 7,9 milljónir króna í fyrra. Rekstrartekjur heildsölu...

Fréttaveita frá deildafundum búgreina
Fréttir 27. febrúar 2025

Fréttaveita frá deildafundum búgreina

Deildafundir búgreina hjá Bændasamtökum Íslands fara fram í dag og á morgun á Hi...

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi
Fréttir 27. febrúar 2025

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi

Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðiskeðjunnar; 29.130 tonn, eða 4...

Þróunarverkefni búgreina styrkt
Fréttir 27. febrúar 2025

Þróunarverkefni búgreina styrkt

Matvælaráðuneytið úthlutaði rúmum 172 milljónum króna til 51 þróunarverkefnis í ...

Aukið kornhlutfall í fóðri hefur jákvæð áhrif á kjötgæði
Fréttir 27. febrúar 2025

Aukið kornhlutfall í fóðri hefur jákvæð áhrif á kjötgæði

Í niðurstöðum skýrslu sem Matís hefur gefið út um áhrif fóðrunar á gæði kjöts af...

Enn er deilt um Geitdalsárvirkjun
Fréttir 26. febrúar 2025

Enn er deilt um Geitdalsárvirkjun

Fyrirhuguð framkvæmd allt að 9,9 MW virkjunar í Geitdalsá, á hálendi Austurlands...