Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Unnið við að fleyga sprungið og hættulegt berg á Súðavíkurhlíð á dögunum.
Unnið við að fleyga sprungið og hættulegt berg á Súðavíkurhlíð á dögunum.
Mynd / Haukur Már Harðarson
Fréttir 4. júlí 2020

Súðavíkurhlíð lokaðist nær 40 sinnum á fyrstu þremur mánuðum ársins

Höfundur: HKr.
Í Súðarvíkurhreppi við Ísa­fjarðar­­djúp búa nú um 200 manns, en hreppurinn nær yfir mjög stórt landsvæði. Hann nær frá Súðavíkurhlíð í norðri og inn í botn á Ísafirði, innsta firðinum við Ísafjarðardjúp. Samgöngur eru því eðlilega ofarlega á blaði hjá Súðvíkingum. 
 
Súðavík er komið í ágætar vegasamgöngur við aðra lands­hluta og samfellt bundið slitlag er á veginum frá Reykjavík til Súðavíkur. Þá er nú unnið að endurbótum og breikkun vegarins í Seyðisfirði og Hestfirði. Það tekur samt um einn og hálfan til tvo klukkutíma að aka á milli enda í sveitarfélaginu. Þá ber að geta þess að vegurinn til Ísafjarðar, þangað sem Súðvíkingar sækja að mestu sína þjónustu, liggur um Súðavíkurhlíð sem oft er lokuð á vetrum vegna snjóflóða eða yfirvofandi snjóflóðahættu. Gripið er til lokana þegar snjóalög eru í hlíðinni og í samræmi við veðurspár og mat á snjóflóðahættu.  
 
Ekkert að frétta af jarðgöngum
 
Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkur­hrepps, segir engar fréttir vera af gerð jarðganga sem leysi af veginn um Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði sem líka geti lokast vegna snjóflóða. Jarðgöng séu ekki á vegaáætlun og algjör óvissa um framvindu þess máls. 
 
„Það var verst að missa Álfta­fjar­ðar­göng út úr samgönguáætlun. Þótt málinu hafi eitthvað verið hreyft á Alþingi hefur það ekki fengið neinn sérstakan hljómgrunn. 
 
Hátt í 40 lokanir á þrem mánuðum
 
Það voru hátt í fjörutíu lokanir á Súðavíkurhlíð á fyrstu þrem mán­uðum ársins, allt að sólarhring í hvert skipti og stundum lengur. Það þýðir að fólk hefur verið einangrað hér í marga daga og ekki getað sótt þjónustu á milli byggðarlaga. Samt hafa menn hugmyndir um að hér á norðanverðum Vestfjörðum eigi að vera eitt byggðarlag í átaki um sameiningu sveitarfélaga. Hér háttar enn svo til að við verðum jafnvel að senda sjúklinga á milli staða sjóleiðina með björgunarskipi,“ segir Bragi.
 
Hann segir að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika hvað samgöngur varðar, þá sé gríðarlega gott að búa í Súðavík og mikil samheldni sé meðal íbúa. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...