Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Unnið við að fleyga sprungið og hættulegt berg á Súðavíkurhlíð á dögunum.
Unnið við að fleyga sprungið og hættulegt berg á Súðavíkurhlíð á dögunum.
Mynd / Haukur Már Harðarson
Fréttir 4. júlí 2020

Súðavíkurhlíð lokaðist nær 40 sinnum á fyrstu þremur mánuðum ársins

Höfundur: HKr.
Í Súðarvíkurhreppi við Ísa­fjarðar­­djúp búa nú um 200 manns, en hreppurinn nær yfir mjög stórt landsvæði. Hann nær frá Súðavíkurhlíð í norðri og inn í botn á Ísafirði, innsta firðinum við Ísafjarðardjúp. Samgöngur eru því eðlilega ofarlega á blaði hjá Súðvíkingum. 
 
Súðavík er komið í ágætar vegasamgöngur við aðra lands­hluta og samfellt bundið slitlag er á veginum frá Reykjavík til Súðavíkur. Þá er nú unnið að endurbótum og breikkun vegarins í Seyðisfirði og Hestfirði. Það tekur samt um einn og hálfan til tvo klukkutíma að aka á milli enda í sveitarfélaginu. Þá ber að geta þess að vegurinn til Ísafjarðar, þangað sem Súðvíkingar sækja að mestu sína þjónustu, liggur um Súðavíkurhlíð sem oft er lokuð á vetrum vegna snjóflóða eða yfirvofandi snjóflóðahættu. Gripið er til lokana þegar snjóalög eru í hlíðinni og í samræmi við veðurspár og mat á snjóflóðahættu.  
 
Ekkert að frétta af jarðgöngum
 
Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkur­hrepps, segir engar fréttir vera af gerð jarðganga sem leysi af veginn um Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði sem líka geti lokast vegna snjóflóða. Jarðgöng séu ekki á vegaáætlun og algjör óvissa um framvindu þess máls. 
 
„Það var verst að missa Álfta­fjar­ðar­göng út úr samgönguáætlun. Þótt málinu hafi eitthvað verið hreyft á Alþingi hefur það ekki fengið neinn sérstakan hljómgrunn. 
 
Hátt í 40 lokanir á þrem mánuðum
 
Það voru hátt í fjörutíu lokanir á Súðavíkurhlíð á fyrstu þrem mán­uðum ársins, allt að sólarhring í hvert skipti og stundum lengur. Það þýðir að fólk hefur verið einangrað hér í marga daga og ekki getað sótt þjónustu á milli byggðarlaga. Samt hafa menn hugmyndir um að hér á norðanverðum Vestfjörðum eigi að vera eitt byggðarlag í átaki um sameiningu sveitarfélaga. Hér háttar enn svo til að við verðum jafnvel að senda sjúklinga á milli staða sjóleiðina með björgunarskipi,“ segir Bragi.
 
Hann segir að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika hvað samgöngur varðar, þá sé gríðarlega gott að búa í Súðavík og mikil samheldni sé meðal íbúa. 
Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...