Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hluti nautgripanna sem um ræðir í dýravelferðarmálinu í Borgarfirði.
Hluti nautgripanna sem um ræðir í dýravelferðarmálinu í Borgarfirði.
Mynd / Steinunn Árnadóttir
Fréttir 3. nóvember 2022

Tveir tengdir umráðamenn eiga hlut að máli

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á undanförnum dögum hafa dýravelferðarmál verið til umfjöll­ unar í fjölmiðlum; annars vegar um slæman aðbúnað hrossa og hins vegar nautgripa í Borgarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er um tvö aðskilin mál að ræða, þar sem tveir tengdir umráðamenn eiga hlut að máli.

Annað málið hefur komist í hámæli á undanförnum vikum, sem snýst um vanrækslu á hrossum. Matvælastofnun (MAST) hefur tilkynnt um aðgerðir sínar gagnvart þeim umráðaaðila, þar sem fella þurfti 13 hross og önnur tíu eru undir eftirliti stofnunarinnar.

Hitt málið varðar nautgripi og reyndar sauðfé á sama bæ, en þar er annar umráðamáður samkvæmt upplýsingum frá Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, forstjóra Matvælastofnunar.

Nautgripamálinu ekki lokið

„Við höfum ekki sent út neinar fréttir vegna annarra dýra þessara tengdu aðila þar sem málið er enn í gangi. MAST hefur nú þegar leyst úr málum fyrir hluta bústofnsins. Sauðfé sem var á bænum er til dæmis komið annað og nautgripir sem voru læstir inni eru komnir út.

Nautgripamálinu er bara ekki lokið og því hefur ekkert farið frá okkur varðandi það mál.

Það er ekki svo að við séum að reyna að leyna neinu.

Við að sjálfsögðu viljum greina frá þessum málum en við greinum ekki frá þeim fyrr en málunum er lokið,“ segir Hrönn.

Upplýsingagjöf má ekki skaða rannsóknina

„Þar sem við erum í miðjum aðgerðum gerir það oft málin stærri, flóknari og viðkvæmari þegar fjölmiðlar og samfélagið er komið í málið líka. Þegar málin eru komin í fjölmiðla og á samfélagsmiðla þá getur það haft áhrif á eftirlitsþegann og gert hann erfiðari viðureignar. Við hins vegar greinum frá þegar málum er lokið og það er samkvæmt okkar upplýsingastefnu sem er á okkar heimasíðu. Við viljum og reynum að vera eins gagnsæ og við getum en það má ekki verða til þess að upplýsingagjöfin skaði rannsóknarvinnuna og geti gert framkvæmd aðgerða erfiðari,“ segir Hrönn.

Hún segist ekki geta farið út í smáatriði varðandi ástand nautgripanna. „Það var skortur á útigöngu eins og hefur komið fram og svo erum við að skoða holdafar og fóðrun. Við erum að vinna í þessu máli og höfum verið í töluverðan tíma.“

Skylt efni: dýravelferð | Mast

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...