Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Smári Hólm Kristófersson og dóttir hans, Alína-Eydís Hólm Smáradóttir.
Smári Hólm Kristófersson og dóttir hans, Alína-Eydís Hólm Smáradóttir.
Fréttir 23. desember 2019

Ullarfituryðvarnir Smára Hólm í stærra húsnæði í Hafnarfirði

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Smári Hólm Kristófersson, stofnandi og eigandi fyrirtækisins „Hjá Smára Hólm“, er nú að flytja í nýtt og stærra húsnæði á Suðurhellu í Hafnarfirði til að ryðverja bifreiðar með lanolin fituefni sem unnið er úr sauðfjárull. Að sögn Smára eru sífellt fleiri að uppgötva frábæra ryð- og tæringarvarnareiginleika þessa.
 
Verkstæði Smára hefur verið í frekar þröngu iðnaðarhúsnæði að Rauðhellu 1 í Hafnarfirði. Hann er nú að flytja starfsemina í mun stærra og bjartara húsnæði að Suðurhellu 10. Þarna verður opnað strax eftir áramót. „Loksins getum við þá farið að anna eftirspurn,“ segir Smári.
 
Hann bendir á að lanolin hafi verið grunnefnið í gamla Mjallar­bóninu sem mörgum þótti gefa afbragðs vörn fyrir lakk á bílum. Þessa eiginleika hafi menn verið að uppgötva í Prolan efnunum líka og hafi því jafnvel verið að nota það til að bóna bíla sína. 
 
Viðurkennt í matvælaiðnaði
 
Efnið sem um ræðir kemur frá Prolan á Nýja-Sjálandi, en umboðsaðili Prolan sem Smári skiptir við er Denrex ASP í Danmörku. Hann kynnti þetta m.a. á landbúnaðarsýningunni Íslenskur landbúnaður sem haldin var í Laugardalshöll haustið 2018. 
 
Lanolin ullarolían, sem er lykil­efnið í vörum Prolan, þykir eitthvert albesta ryð- og tæringar­varnarefni sem völ er á. Prolan er líka vottuð NSF vara af Evrópusambandinu sem vistvænt smurefni fyrir matvælaiðnaðinn. Vegna þessa sérstöku skaðleysis eiginleika þá hafa íslenskir bændur sýnt Prolan efnunum áhuga, þar sem óhætt er að nota þau sem ryðvörn á dráttarvélar og önnur tæki án þess að valda skaða í umhverfinu eða á framleiðsluvörum bænda.
 
Lanolin hefur líka verið nefnt ullarvax eða ullarfeiti og myndast í fitukirtlum allra dýra sem hafa ullarfeld. Það er því líka að finna í ull af íslensku sauðfé, en þó í tiltölulega litlu magni. Mun meira af slíkri fitu er í fé sem alið er á heitari slóðum, eins og í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.
 
Segir Smári að fjölmargir bændur séu byrjaðir að nota þetta á sinn vélbúnað. Hefur efnið líka notið vinsælda meðal jeppamanna og hafa bifreiðaumboðin líka verið að skoða þetta. Þannig er Smári m.a. að fá glænýjan Mercedes Benz vörubíl til ryðvarnar með Prolan efni.
 
Hvorki hættulegt fólki né skepnum
 
„Prolan er hvorki hættulegt fólki né skepnum. Bændur geta því að skaðlausu úðað þessu efni yfir sínar heyvinnuvélar, dráttarvélar og önnur tæki á haustin.
 
Þá virkar þetta bæði sem smurefni og tæringarvörn. Þó þetta fari á bremsudiska á bílum verða þeir ekki bremsulausir. Bremsudælur sem hætt er við að ryðgi haldast fínar og flottar við að úða á þær Prolani. Þá þarf engar áhyggjur af hafa af gúmmífóðringum, þær skemmast ekki,“  segir Smári. 

Skylt efni: Prolan | lanolin | ullarvax | ullarfeiti

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...