Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matvælaskortur horfir við íbúum Norður-Kóreu.
Matvælaskortur horfir við íbúum Norður-Kóreu.
Mynd / AP
Fréttir 23. ágúst 2017

Uppskerubrestur í Norður-Kóreu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Langvarandi þurrkur í Norður-Kóreu er að valda uppskerubresti á undirstöðu fæðutegundum á meginuppskerutíma ársins.
 
Hrísgrjón, maís, kartöflur og sojabaunir liggja undir skemmdum og horfir því í versnandi matvælaöryggi.
 
Árstíðarbundin úrkoma frá aprílmánuði fram í júní hefur verið langt undir landsmeðaltölum, og ívið lægri en árið 2001 þegar kornframleiðsla hrundi sem olli því að stór hluti þjóðarinnar upplifði fæðuskort. 
 
Mikill þurrkur í byrjun árs hafði einnig áhrif á fyrri uppskeru ársins en samkvæmt tölum Matvælastofnunnar sameinuðu þjóðanna (FAO) var hveiti, bygg og kartöfluuppskera 30% minni en árið 2016.
 
Skjótra viðbragða er þörf samkvæmt frétt Matvælastofnunnarinnar og mikilvægt að bændur fái viðeigandi aðstoð í tíma en nauðsynlegt þykir m.a. að uppfæra áveitukerfi landbúnaðarsvæða til að auka aðgengi vatns að þeim. 
 
Þó verður ekki hjá því komist að landið þurfi að flytja inn meiri matvæli til að tryggja nægt framboð. Mun þetta aðeins vera ein af mörgum ástæðu þess að efla þurfi ræktun tegunda sem þola betur þurrk og efla viðnám við breyttum umhverfisaðstæðum.
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...