Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matvælaskortur horfir við íbúum Norður-Kóreu.
Matvælaskortur horfir við íbúum Norður-Kóreu.
Mynd / AP
Fréttir 23. ágúst 2017

Uppskerubrestur í Norður-Kóreu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Langvarandi þurrkur í Norður-Kóreu er að valda uppskerubresti á undirstöðu fæðutegundum á meginuppskerutíma ársins.
 
Hrísgrjón, maís, kartöflur og sojabaunir liggja undir skemmdum og horfir því í versnandi matvælaöryggi.
 
Árstíðarbundin úrkoma frá aprílmánuði fram í júní hefur verið langt undir landsmeðaltölum, og ívið lægri en árið 2001 þegar kornframleiðsla hrundi sem olli því að stór hluti þjóðarinnar upplifði fæðuskort. 
 
Mikill þurrkur í byrjun árs hafði einnig áhrif á fyrri uppskeru ársins en samkvæmt tölum Matvælastofnunnar sameinuðu þjóðanna (FAO) var hveiti, bygg og kartöfluuppskera 30% minni en árið 2016.
 
Skjótra viðbragða er þörf samkvæmt frétt Matvælastofnunnarinnar og mikilvægt að bændur fái viðeigandi aðstoð í tíma en nauðsynlegt þykir m.a. að uppfæra áveitukerfi landbúnaðarsvæða til að auka aðgengi vatns að þeim. 
 
Þó verður ekki hjá því komist að landið þurfi að flytja inn meiri matvæli til að tryggja nægt framboð. Mun þetta aðeins vera ein af mörgum ástæðu þess að efla þurfi ræktun tegunda sem þola betur þurrk og efla viðnám við breyttum umhverfisaðstæðum.
Aðgerðir í landnotkun reynast ábatasamar
Fréttir 28. febrúar 2025

Aðgerðir í landnotkun reynast ábatasamar

Mörg hundruð milljarða ábati er af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda samkvæmt kos...

Vilja fella niður lög um gæðamat
Fréttir 28. febrúar 2025

Vilja fella niður lög um gæðamat

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um að fella b...

Háihólmi veltir meira en milljarði króna
Fréttir 28. febrúar 2025

Háihólmi veltir meira en milljarði króna

Háihólmi ehf. hagnaðist um 7,9 milljónir króna í fyrra. Rekstrartekjur heildsölu...

Fréttaveita frá deildafundum búgreina
Fréttir 27. febrúar 2025

Fréttaveita frá deildafundum búgreina

Deildafundir búgreina hjá Bændasamtökum Íslands fara fram í dag og á morgun á Hi...

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi
Fréttir 27. febrúar 2025

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi

Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðiskeðjunnar; 29.130 tonn, eða 4...

Þróunarverkefni búgreina styrkt
Fréttir 27. febrúar 2025

Þróunarverkefni búgreina styrkt

Matvælaráðuneytið úthlutaði rúmum 172 milljónum króna til 51 þróunarverkefnis í ...

Aukið kornhlutfall í fóðri hefur jákvæð áhrif á kjötgæði
Fréttir 27. febrúar 2025

Aukið kornhlutfall í fóðri hefur jákvæð áhrif á kjötgæði

Í niðurstöðum skýrslu sem Matís hefur gefið út um áhrif fóðrunar á gæði kjöts af...

Enn er deilt um Geitdalsárvirkjun
Fréttir 26. febrúar 2025

Enn er deilt um Geitdalsárvirkjun

Fyrirhuguð framkvæmd allt að 9,9 MW virkjunar í Geitdalsá, á hálendi Austurlands...