Ætlar að ferðast í sumar, spila fótbolta og leika í tölvunni
Jakob Máni býr í sveitasælunni í Biskupstungum og stundum í Hafnarfirði.
Nafn: Jakob Máni Ásgeirsson.
Aldur: Ég er 12 ára og verð 13 ára 6. október.
Stjörnumerki: Vog.
Búseta: Reykholti, Bláskógabyggð.
Skóli: Bláskógaskóli, Reykholti.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Enska.
Uppáhaldsmatur: Pitsa og hamborgari.
Uppáhaldshljómsveit: Queen.
Uppáhaldskvikmynd: Avengers endgame.
Fyrsta minning þín? Þegar ég fór með Norrænu til Danmerkur með mömmu og pabba og við lentum í óveðri á leiðinni.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og spilaði einu sinni á gítar.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Kaupsýslumaður.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég var að láta renna í baðið og fór að horfa á sjónvarpið og steingleymdi að skrúfa fyrir og vatnið flæddi út um allt.
Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í sumar? Ferðast, spila fótbolta og leika mér í tölvunni.
Næst » Jakob skorar á Helgu Kristeyju Ásgeirsdóttur að svara næst.