Man fyrst eftir að hafa snýtt mömmu
Karólína Orradóttir er hress og skemmtileg 8 ára stelpa á Akureyri. Hún hefur gaman af söng, dansi og leiklist.
Karólína fer sínar eigin leiðir í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og er ekki hrædd við að prófa nýja hluti.
Nafn: Karólína Orradóttir.
Aldur: 8 ára.
Stjörnumerki: Hrútur.
Búseta: Akureyri.
Skóli: Brekkuskóli á Akureyri.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Smíðar.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Ég get ekki valið á milli þriggja; kettlingar, kanínur og blettatígrar.
Uppáhaldsmatur: Sumar núðlur og grjónagrauturinn hjá Júlla kokki.
Uppáhaldshljómsveit: ABBA og Amabadama.
Uppáhaldskvikmynd: Matthilda og Dúmbó.
Fyrsta minning þín? Þegar pabbi hélt á mér og ég var að snýta mömmu. En man líka þegar ég gaf Birgittu systur minni Dipsí-bangsann.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég kann smá á ukulele og spila á blokkflautu. Svo er ég þrisvar í viku í dansi. Svo er ég oft í fótbolta í skólanum.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnumaður í handbolta.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég hélt náttfatapartí þar sem allt varð klikkað.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ó, það er svo margt, t.d. flutti ég í nýtt hús.
Næst » Ég skora á Nóa Marteinsson, frænda minn, að svara næst.