Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matjurtagarðar Reykjavíkurborgar 2016
Líf&Starf 14. apríl 2016

Matjurtagarðar Reykjavíkurborgar 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íbúar í Reykjavík geta fengið matjurtagarð til afnota.  Átta hundruð  matjurtagarðar eru leigðir út á vegum Reykjavíkurborgar í sumar, þar af eru tvöhundruð í Skammadal. Reykjavíkurborg hefur gert samning við Garðyrkjufélag Íslands um rekstur matjurtagarða.

Matjurtagarðar innan Reykjavíkurborgar eru á eftirtöldum stöðum og með því að smella á tengil er hægt að sjá hvaða garðar eru lausir:
• Vesturbær við Þorragötu
• Fossvogur við enda Bjarmalands
• Laugardalur við enda Holtavegar
• Árbær við Rafstöðvarveg
• Breiðholt við Jaðarsel
• Grafarvogur við Logafold

Reykjavíkurborg útdeilir einnig görðum í Skammadal í Mosfellsbæ.

Garðyrkjufélag Íslands sér um rekstur matjurtagarða í Stekkjarbakka og Grafarvogi skæmmt samningi við Reykjavíkurborg.  Nánari upplýsingar um þá er að finna á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands, www.gardurinn.is, undir Grenndargarðar.

Hvað kostar að leigja matjurtagarð?
Leigugjöld ársins 2016 eru 5.000 kr. fyrir garðland í Skammadal (u.þ.b. 100m2) og 4.800 kr. fyrir garð í fjölskyldugörðunum (u.þ.b. 20m2).  Úthlutun garða verður afturkölluð hafi greiðsla ekki borist á eindaga.

Aðstaða í görðunum
Garðarnir verða merktir. Hægt verður að komast í vatn hjá öllum görðum. Plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum.

Hvernig er sótt um þjónustuna?
Upplýsingar má finna hjá umhverfis- og skipulagssviði í síma 4 11 11 11. Umsóknir sendist á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is


Garðarnir verða tilbúnir upp úr miðjum maí.

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....