Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Meira en bara Húsið
Mynd / Lýður Pálsson
Menning 22. mars 2023

Meira en bara Húsið

Höfundur: Lýður Pálsson, safnstjóri á Byggðasafni Árnesinga.

Byggðasafn Árnesinga er með sína starfsemi í Húsinu á Eyrarbakka, Eggjaskúrnum og Kirkjubæ ásamt því að sjá um Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og Rjómabúið á Baugsstöðum. Margt er því að sjá í söfnum Byggðasafns Árnesinga.

Mynd / Ólafur Hannesson.

Húsið, sem hefur staðið af sér sunnlensku rigninguna frá árinu 1765, er aðaldjásn safnsins þar sem ganga má um alla bygginguna og setja sig í fótspor kaupmannsins, vinnukonunnar eða vikapiltsins. Húsið á Eyrarbakka er í hópi tíu elstu húsa landsins og var um langt skeið frægt fyrir athafnasemi íbúa þess og áhrif á sunnlenskt mannlíf. Þar var engum í kot vísað. Í Húsinu er forvitnileg saga rakin fram til okkar daga en í viðbyggingunni, Assistentahúsinu frá 1881, eru vel valdir þættir úr sögu héraðsins kynntir, þar á meðal verslunarsagan þegar Bakkinn var og hét sem helsti verslunarstaður Sunnlendinga. Í borðstofu Hússins eru sérsýningar safnsins haldnar og er um þessar mundir verið að vinna að athyglisverðri sýningu sem opnar 1. apríl og fjallar um Ásgrím Jónsson listmálara frá Rútsstaða-suðurkoti í Flóa en hann var vikapiltur í Húsinu á Eyrarbakka árin 1890 til 1892. En utan Hússins er margt að sjá.

Eggjaskúrinn er tileinkaður minningu Peters Nielsens, faktors Lefolii-verslunar á Eyrarbakka, sem rannsakaði náttúruna og skrifaði greinar um íslenskar fuglategundir. Hann beitti sér fyrir friðun íslenska hafarnarins árið 1913. Fuglar og útblásin egg úr íslenskri náttúru eru í Eggjaskúrnum.

Rétt vestan Hússins er lítið gamalt timburhús, Kirkjubær að nafni. Þar er sagt frá draumum og veruleika alþýðunnar í héraðinu 1920 til 1940 þegar útvarpið, mjólkurbúið og stígvélin komu til sögunnar.

Hinum megin á Kaupmannstúninu er Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Það var stofnað utan um varðveislu síðasta áraskipsins sem smíðað var á Eyrarbakka, Farsæls, tólfróins teinærings sem smíðaður var af Steini Guðmundssyni skipasmið árið 1915. Steinn Guðmundsson í Steinsbæ á Eyrarbakka (1838-1916) var afkastamikill skipasmiður og smíðaði tæplega 400 árabáta og áraskip á sinni löngu starfsæfi. Það vinnulag hafði hann að bölva ekki á meðan kjölurinn var lagður að nýjum bát. En hvað um það þá er Farsæll eini báturinn sem til er smíðaður af Steini skipasmið á Eyrarbakka. Í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka má fræðast um bátinn Farsæl, fiskveiðiaðferðir og sjómannslífið og myndar safnið tengsl við Þuríðarbúð á Stokkseyri sem er reist til minningar um Þuríði Einarsdóttur, sögufræga sjókonu.

Austan Stokkseyrar er Rjómabúið á Baugsstöðum, lifandi minnisvarði um merkan þátt í atvinnusögu landsmanna í upphafi 20. aldar. Til útflutnings voru framleiddir ostar og smjör sem „Danish butter“. Rjómabúið á Baugsstöðum hefur varðveist í upprunalegri gerð og eru vélar þess gangsettar þegar allar aðstæður eru fyrir hendi. Við Byggðasafn Árnesinga starfa þrír starfsmenn í fullu starfi auk sumarstarfsmanna. Héraðsnefnd Árnesinga, byggðasamlag átta sveitarfélaga í Árnessýslu, er eigandi safnsins.

Tekið er á móti gestum á auglýstum opnunartímum og einnig er tekið á móti hópum og skólum allt árið. Nánari upplýsingar á heimasíðu www.byggdasafn.is.

Skylt efni: söfnin í landinu

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...

Nælonsokkar, fallhlífar og hengirúm
Líf og starf 4. mars 2025

Nælonsokkar, fallhlífar og hengirúm

Í upphafi síðustu aldar, þegar félagslega varð ásættanlegt fyrir konur að sýna á...

Svala og Alli Íslandsmeistarar
Líf og starf 3. mars 2025

Svala og Alli Íslandsmeistarar

Í spili vikunnar sem kom upp á Masters-ofurmótinu í Hörpu í lok janúar skrifaði ...

Rokkað og rólað
Líf og starf 28. febrúar 2025

Rokkað og rólað

Rokkkór Húnaþings vestra er félagsskapur á þriðja tug íbúa Húnaþings undir stjór...

Næstum eins og flugvél
Líf og starf 27. febrúar 2025

Næstum eins og flugvél

Bændablaðið tók til prufu Boeing 737 Max-8 flughermi sem er notaður við þjálfun ...