Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Pulled lamb frá Pure Arctic á markaðinn
Mynd / Icelandic Lamb
Líf&Starf 26. mars 2021

Pulled lamb frá Pure Arctic á markaðinn

Hagkaup, Krónan og Fjarðarkaup hafa tekið í sölu nýja og spennandi vöru úr íslensku lambakjöti sem fyrirtækið Pure Arctic hefur þróað. Um er að ræða  rifið lamb (e. pulled lamb) úr lambabógum sem eru hægeldaðir og kryddaðir. Varan er tilbúin til neyslu í handhægum 350 g pakkningum og þarf einungis að hita kjötið upp.

Varan er tilvalin í fljóteldaða rétti svo sem hamborgara, samlokur, vefjur, tacos og á pitsur. Pure Arctic kynnti Pulled lamb til sögunnar í Danmörku í byrjun síðasta árs og hefur varan náð góðri festu á markaðnum og salan farið fram úr björtustu vonum.

Pure Arctic var stofnað af Sverri Sverrissyni og Jørgen Peter Poulsen fyrir um þremur árum. „Markmið félagsins er að framleiða og dreifa hágæða matvörum frá Norðurslóðum sem framleiddar eru á vistvænan hátt með endurnýjanlegum orkugjöfum og með lágmarks kolefnisspori.  Fljótlega bættust Sölufélag garðyrkjumanna og Kaupfélag Skagfirðinga við í hluthafahópinn og hafa stutt dyggilega við uppbyggingu félagsins. Markmiðið til lengri tíma litið er að byggja upp vörumerkið Pure Arctic á þann hátt að neytandinn tengi merkið við hágæða vörur frá Norðurslóðum sem framleiddar eru undir góðum skilyrðum, á vistvænan hátt og með endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er trú okkar að auka megi virði þessara afurða sem finnast í takmörkuðu magni með því að markaðssetja þær sem hágæða vöru og velja staðsetningar á markaði sem henta,“ segir Sverrir. Það sé best gert í tilfelli íslenska lambsins með því að segja söguna af sérstöðu okkar sauðfjárbúskapar og gæðum lambakjötsins.

„Pure ­Arct­ic hóf sölu á íslensku grænmeti og lambakjöti í Danmörku í upphafi árs 2019 og hefur að mestu selt vörur sínar í vefverslun Nemlig.com undir vörumerki Pure Arctic. Vörurnar eru markaðssettar sem hágæða vörur eins og lýst hefur verið hér að ofan og keppa við það besta sem fyrir er á markaðnum. Mun betra verð fæst t.d. fyrir íslenska lambakjötið en fæst fyrir sambærilegt kjöt frá Nýja-Sjálandi og teljum við að þakka megi  þann árangur staðfærslu vörunnar og markaðssetningu.“

Að sögn Sverris hefur verið rífandi gangur í útflutningi félagsins á matvörum frá Íslandi en auk Danmerkur flytur félagið út vörur til Færeyja og Grænlands í nánu samstarfi við Sölufélag garðyrkjumanna og KS. Auk lambakjötsins flytur Pure Arctic m.a. út íslenskt grænmeti eins og t.d. agúrkur, tómata og salat. Mikil eftirspurn er eftir íslenska grænmetinu bæði vegna bragðgæða og einnig vegna hreinleikans sem er einstakur. Þá er félagið einnig að markaðssetja Pure Arctic Omega-3 síldarlýsið sem er íslensk framleiðsla og fæst í búðum hérlendis. Margildi framleiðir lýsið með einkavarinni vinnsluaðferð.

Markaðsstofan íslenskt lambakjöt (e. Icelandic Lamb) leggur markaðssetningu Pure Arctic lið með því að leggja til uppruna og gæðamerki sitt sem m.a. má sjá á íslenskum umbúðum „pulled lamb“ og veitir með því aðgang að markaðsefni sínu. Þá hefur markaðsstofan komið að viðburðum og kynningum í samstarfi við Pure Arctic.  Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri íslensks lambakjöts, segir: „Áherslur Pure Arctic í nálgun sinni á markaðinn passa fullkomlega við stefnu okkar um að lyfta upp ímynd lambakjötsins með því að nota það sem blasir við okkur öllum. Sem eru gæðin og einstök saga okkar séríslenska sauðfjárkyns, búskaparhættir íslenskra bænda og velferð dýranna.“

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...