Nýr stjórnarformaður
Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer með kynningar- og ímyndarmál fyrir íslenska sauðfjárrækt.
Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer með kynningar- og ímyndarmál fyrir íslenska sauðfjárrækt.
Um sl. áramót fagnaði markaðsstofan Íslenskt lambakjöt (e. Icelandic Lamb) fimm ára starfsafmæli. Starfinu er ætlað að stuðla að auknu virði afurða sauðfjárræktarinnar. Megnið af starfi fyrstu fimm áranna hefur snúist um ferðamannamarkað.
Hagkaup, Krónan og Fjarðarkaup hafa tekið í sölu nýja og spennandi vöru úr íslensku lambakjöti sem fyrirtækið Pure Arctic hefur þróað. Um er að ræða rifið lamb (e. pulled lamb) úr lambabógum sem eru hægeldaðir og kryddaðir. Varan er tilbúin til neyslu í handhægum 350 g pakkningum og þarf einungis að hita kjötið upp.
Það kom kannski sumum á óvart þegar áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi jókst hratt eftir gos í Eyjafjallajökli. Hingað komu ferðamenn í leit að náttúruperlum og einstakri upplifun, upplifunum sem okkur Íslendingum þykja ekki merkilegar.
Í dag klukkan 15 verður bein útsending á vegum Íslensks lambakjöts á Facebook-síðu Icelandic lamb, þar sem Snædís Xyza Jónsdóttir landsliðskokkur og matreiðslumeistari fær til sín fjölskylduvin sinn og stórsöngvarann Matta Matt. Saman ætla þau að matreiða þakkargjörðar-lambabóg.
Markaðsstofan Icelandic Lamb veitti í dag níu veitingastöðum viðurkenningu sína, Icelandic Lamb Award of Excellence, við hátíðlega athöfn í Vinnustofu Kjarvals í Austurstræti Reykjavíkur.
Tekin hefur verið ákvörðun um það hjá markaðsstofunni Icelandic Lamb að hætta með ullarvinnsluhluta þess. Markaðsstofan vinnur að framkvæmd verkefnisins Aukið virði sauð- fjárafurða samkvæmt ákvæðum samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar.
Sauðfjárbændur með lífræna vottun hafa lítið borið úr býtum á undanförnum árum umfram aðra sauðfjárbændur hvað afurðaverð snertir. Markaðssetning og sala á þessum afurðum hefur ekki gengið nægilega vel og nú er svo komið að ekki hefur verið talið þess virði að flokka þær sérstaklega frá öðrum og markaðssetja.
„Markaðurinn er alls ekki mettaður“, segir Jón Örn Stefánsson eigandi Kjötkompaní sem telur fullt pláss í viðbót fyrir aukna sölu á lambakjöti á íslenskum markaði. Þetta kemur fram í fjórða þætti „Lambs og þjóðar“ sem er kominn á vefinn.
Fyrir skemmstu tók Hafliði Halldórsson við stöðu framkvæmdastjóra hjá markaðsstofunni Icelandic Lamb af Svavari Halldórssyni. Markaðsstofan vinnur að því að auka virði sauðfjárafurða, meðal annars með markaðssetningu á erlendum mörkuðum og til erlendra ferðamanna á Íslandi.
Í fréttum er það helst að sauðfjárbændur stíma í samningaviðræður við ríkisvaldið um endurskoðun á sínum búvörusamningi. Mikil umræða hefur verið um starfskjör sauðfjárbænda síðustu ár ...
Markaðsráð kindakjöts sótti um vernd fyrir afurðaheitið Íslenskt lambakjöt/Icelandic lamb í nóvember á síðast ári og hefur Matvælastofnun samþykkt slíka skráningu.
Samkvæmt nýrri Gallup-könnun hefur meirihluti erlendra ferðamanna, eða 54%, borðað lambakjöt á meðan dvöl þeirra stóð.
Icelandic lamb hefur gert samstarfssamninga við hundrað veitingastaði sem setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Hundraðasti veitingastaðurinn er Dill við Hverfisgötu, sem er eini íslenski veitingastaðurinn með Michelin-stjörnu. Með því er hann kominn í flokk bestu veitingastaða í heimi.
Í kjölfar mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna á Íslandi hefur þörfin fyrir aðgengilegri framsetningu á íslensku lambakjöti í verslunum verið aðkallandi. Í samvinnu við Krónuna, Kjarval og Norðlenska hefur Icelandic lamb ...
Markaðsráð kindakjöts hefur sótt um vernd fyrir afurðaheitið „Íslenskt lambakjöt“ (á ensku Icelandic Lamb).