Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hafliði Halldórsson er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb og er hér með starfsfólki sínu í nóvember á síðasta ári. Frá vinstri eru Una Hildardóttir, Guðrún Steingrímsdóttir og Ninja Ómarsdóttir.
Hafliði Halldórsson er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb og er hér með starfsfólki sínu í nóvember á síðasta ári. Frá vinstri eru Una Hildardóttir, Guðrún Steingrímsdóttir og Ninja Ómarsdóttir.
Mynd / smh
Fréttir 21. febrúar 2019

Hætt með hönnunar- og handverkshluta Icelandic Lamb

Höfundur: smh

Tekin hefur verið ákvörðun um það hjá markaðsstofunni Icelandic Lamb að hætta með ullarvinnsluhluta þess. Markaðsstofan vinnur að framkvæmd verkefnisins Aukið virði sauðfjárafurða samkvæmt ákvæðum samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar.

Ninja Ómarsdóttir hefur verið í 40 prósent starfshlutfalli hjá Iclandic Lamb, með sérstaka áherslu á hönnunar- og handverkshluta ullarvinnslunnar. Hún hóf störf 1. september síðastliðinn og lét af störfum um síðustu mánaðamót.

Skerpa þarf markaðssetninguna á kjöthlutanum

Að sögn Hafliða Halldórssonar, framkvæmdastjóra Icelandic Lamb, er markmiðið með þessari ákvörðun að setja betri fókus á kjöt- og matarhlutann – og skerpa á áherslum markaðsstofunnar og um leið fækka verkefnum hennar. „Það var tekin ákvörðun um að nýta kraftana og fjármagn í að ná árangri þar enda er staðan í virðiskeðjunni í kjöthlutanum þannig að þörf er á markvissum aðgerðum þar til að lyfta upp virði afurða og tryggja vörunni ásættanlegt verð og ásýnd.

Við teljum að rétt sé að halda þessum tveimur hlutum aðskildum í markaðssetningu, þótt þeir eigi sameiginlegan uppruna sem sauðfjárafurðir,“ segir Hafliði.

 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...