Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hafliði Halldórsson er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb og er hér með starfsfólki sínu í nóvember á síðasta ári. Frá vinstri eru Una Hildardóttir, Guðrún Steingrímsdóttir og Ninja Ómarsdóttir.
Hafliði Halldórsson er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb og er hér með starfsfólki sínu í nóvember á síðasta ári. Frá vinstri eru Una Hildardóttir, Guðrún Steingrímsdóttir og Ninja Ómarsdóttir.
Mynd / smh
Fréttir 21. febrúar 2019

Hætt með hönnunar- og handverkshluta Icelandic Lamb

Höfundur: smh

Tekin hefur verið ákvörðun um það hjá markaðsstofunni Icelandic Lamb að hætta með ullarvinnsluhluta þess. Markaðsstofan vinnur að framkvæmd verkefnisins Aukið virði sauðfjárafurða samkvæmt ákvæðum samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar.

Ninja Ómarsdóttir hefur verið í 40 prósent starfshlutfalli hjá Iclandic Lamb, með sérstaka áherslu á hönnunar- og handverkshluta ullarvinnslunnar. Hún hóf störf 1. september síðastliðinn og lét af störfum um síðustu mánaðamót.

Skerpa þarf markaðssetninguna á kjöthlutanum

Að sögn Hafliða Halldórssonar, framkvæmdastjóra Icelandic Lamb, er markmiðið með þessari ákvörðun að setja betri fókus á kjöt- og matarhlutann – og skerpa á áherslum markaðsstofunnar og um leið fækka verkefnum hennar. „Það var tekin ákvörðun um að nýta kraftana og fjármagn í að ná árangri þar enda er staðan í virðiskeðjunni í kjöthlutanum þannig að þörf er á markvissum aðgerðum þar til að lyfta upp virði afurða og tryggja vörunni ásættanlegt verð og ásýnd.

Við teljum að rétt sé að halda þessum tveimur hlutum aðskildum í markaðssetningu, þótt þeir eigi sameiginlegan uppruna sem sauðfjárafurðir,“ segir Hafliði.

 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...