Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hafliði Halldórsson er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb og er hér með starfsfólki sínu í nóvember á síðasta ári. Frá vinstri eru Una Hildardóttir, Guðrún Steingrímsdóttir og Ninja Ómarsdóttir.
Hafliði Halldórsson er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb og er hér með starfsfólki sínu í nóvember á síðasta ári. Frá vinstri eru Una Hildardóttir, Guðrún Steingrímsdóttir og Ninja Ómarsdóttir.
Mynd / smh
Fréttir 21. febrúar 2019

Hætt með hönnunar- og handverkshluta Icelandic Lamb

Höfundur: smh

Tekin hefur verið ákvörðun um það hjá markaðsstofunni Icelandic Lamb að hætta með ullarvinnsluhluta þess. Markaðsstofan vinnur að framkvæmd verkefnisins Aukið virði sauðfjárafurða samkvæmt ákvæðum samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar.

Ninja Ómarsdóttir hefur verið í 40 prósent starfshlutfalli hjá Iclandic Lamb, með sérstaka áherslu á hönnunar- og handverkshluta ullarvinnslunnar. Hún hóf störf 1. september síðastliðinn og lét af störfum um síðustu mánaðamót.

Skerpa þarf markaðssetninguna á kjöthlutanum

Að sögn Hafliða Halldórssonar, framkvæmdastjóra Icelandic Lamb, er markmiðið með þessari ákvörðun að setja betri fókus á kjöt- og matarhlutann – og skerpa á áherslum markaðsstofunnar og um leið fækka verkefnum hennar. „Það var tekin ákvörðun um að nýta kraftana og fjármagn í að ná árangri þar enda er staðan í virðiskeðjunni í kjöthlutanum þannig að þörf er á markvissum aðgerðum þar til að lyfta upp virði afurða og tryggja vörunni ásættanlegt verð og ásýnd.

Við teljum að rétt sé að halda þessum tveimur hlutum aðskildum í markaðssetningu, þótt þeir eigi sameiginlegan uppruna sem sauðfjárafurðir,“ segir Hafliði.

 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...