Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hafliði Halldórsson er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb og er hér með starfsfólki sínu í nóvember á síðasta ári. Frá vinstri eru Una Hildardóttir, Guðrún Steingrímsdóttir og Ninja Ómarsdóttir.
Hafliði Halldórsson er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb og er hér með starfsfólki sínu í nóvember á síðasta ári. Frá vinstri eru Una Hildardóttir, Guðrún Steingrímsdóttir og Ninja Ómarsdóttir.
Mynd / smh
Fréttir 21. febrúar 2019

Hætt með hönnunar- og handverkshluta Icelandic Lamb

Höfundur: smh

Tekin hefur verið ákvörðun um það hjá markaðsstofunni Icelandic Lamb að hætta með ullarvinnsluhluta þess. Markaðsstofan vinnur að framkvæmd verkefnisins Aukið virði sauðfjárafurða samkvæmt ákvæðum samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar.

Ninja Ómarsdóttir hefur verið í 40 prósent starfshlutfalli hjá Iclandic Lamb, með sérstaka áherslu á hönnunar- og handverkshluta ullarvinnslunnar. Hún hóf störf 1. september síðastliðinn og lét af störfum um síðustu mánaðamót.

Skerpa þarf markaðssetninguna á kjöthlutanum

Að sögn Hafliða Halldórssonar, framkvæmdastjóra Icelandic Lamb, er markmiðið með þessari ákvörðun að setja betri fókus á kjöt- og matarhlutann – og skerpa á áherslum markaðsstofunnar og um leið fækka verkefnum hennar. „Það var tekin ákvörðun um að nýta kraftana og fjármagn í að ná árangri þar enda er staðan í virðiskeðjunni í kjöthlutanum þannig að þörf er á markvissum aðgerðum þar til að lyfta upp virði afurða og tryggja vörunni ásættanlegt verð og ásýnd.

Við teljum að rétt sé að halda þessum tveimur hlutum aðskildum í markaðssetningu, þótt þeir eigi sameiginlegan uppruna sem sauðfjárafurðir,“ segir Hafliði.

 

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...