Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lambakjöt er sú íslenska afurð sem flestir ferðamenn segjast hafa smakkað.
Lambakjöt er sú íslenska afurð sem flestir ferðamenn segjast hafa smakkað.
Lesendarýni 8. febrúar 2021

Hefur Íslendingum láðst að meta verðleika eigin þjóðarauðs?

Það kom kannski sumum á óvart þegar áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi jókst hratt eftir gos í Eyjafjallajökli. Hingað komu ferðamenn í leit að náttúruperlum og einstakri upplifun, upplifunum sem okkur Íslendingum þykja ekki merkilegar.

Þegar ferðamenn eru spurðir hvað hafi staðið upp úr á ferð sinni um landið eru algengustu svörin hreina loftið og drykkjarvatnið, tilkomulitlir hlutir í huga okkar. Glöggt er gests augað og hafa símælingar Gallup á upplifun erlendra ferðamanna nýst vel í að meta gæði Íslands sem áfangastaðar.

Síðastliðin þrjú ár hefur Gallup kannað áhrif markaðsherferðar Icelandic Lamb á neysluhegðun erlendra ferðamanna og viðhorf þeirra til íslensks lambakjöts. Frá upphafi mælinga hefur lambakjöt verið sú íslenska afurð sem flestir ferðamenn segjast hafa smakkað en vísbendingar eru um að ferðamenn séu eingöngu að auka neyslu sína á lambakjöti samhliða minni neyslu þeirra á öðru kjöti. Niðurstöðurnar hafa einnig gefið til kynna aukin sóknarfæri í útflutningi á upprunamerktu íslensku lambakjöti en 19–24% ferðamanna frá löndum þar sem lambakjötsneysla er mikil telja sig mjög líklega til þess að kaupa íslenskt lambakjöt á sambærilegu verði og aðrar fyrsta flokks kjötvörur í heimalandi sínu.

Hversdagsleg sælkeravara Íslendinga

Sauðfjárbúskapur hefur fylgt okkur frá landnámi og höfum við þróað með okkur einstakar aðferðir við sauðfjárrækt sem hafa mótast af okkar sérstæðu aðstæðum. Á meðan aðrar þjóðir færðu sig nær verksmiðjubúskap aðlöguðu íslenskir sauðfjárbændur hefðir sínar að tækninýjungum í landbúnaði. Stórt skref var tekið með tilkomu gæðastýringar sauðfjárræktar sem telur til landnotkunar, einstaklings­merkinga, skýrsluhalds, hirðingar, aðbúnaðar, fóðuröflunar og takmarkaðrar lyfja­notkunar. Með gæðastýringunni vinna sauðfjár­bændur markvisst að því að bæta framleiðslu sína á hágæða vöru sem á sér enga hliðstæðu. Íslenskt lambakjöt er framleitt á fjölskyldubúum við einstakar aðstæður í íslenskri náttúru og er frábrugðið öðru lambakjöti að því er varðar bragð, meyrni og hollustu. Viðhorf erlendra ferðamanna til lambakjöts er því allt annað en viðhorf okkar Íslendinga, í hversdagsleika okkar leynist sælkeravara sem meta þarf að þeim verðleikum sem gestir okkar hafa komið auga á.

Öflugt markaðsstarf styrkir stöðu bænda

Sjálfsmat og endurskoðun er undir­staða vel heppnaðs markaðs­starfs en símat á viðhorfi ferðamanna á félagamerki og herferðum Icelandic Lamb er skýrasti árangursmælikvarði átaksverkefnisins. Kannanir hafa sýnt fram á fylgni milli þekkingar ferðamanna á félagamerki Icelandic Lamb og neysluhegðunar þeirra. Könnun sem framkvæmd var í lok síðasta árs sýndi t.a.m. að af þeim ferðamönnum sem könnuðust við félagamerki Icelandic Lamb borðuðu 66% þeirra lambakjöt meðan á dvölinni stóð miðað við 47% þeirra sem ekki könnuðust við félagamerkið. Það má því leiða líkum að því að átakið hafi aukið neyslu ferðamanna á íslensku lambakjöti um 19%, auk þess voru ferðamenn sem þekktu merkið og sáu skjöld Icelandic Lamb á veitingahúsi helmingi líklegri til þess að neyta lambakjöts oftar en einu sinni. Markmið markaðssetningar Icelandic Lamb gagnvart erlendum viðskiptavinum innanlands og utan er að auka virði íslensks lambakjöts og bæta þannig afkomu bænda. Árangur átaksins sýnir að auðkenning íslensks lambakjöts með félagamerki sem vísar til uppruna, auk markaðssetningar sem segir sögu íslenska sauðfjárkynsins, geti aukið arðsemi í útflutningi og stuðlað að verðmætasköpun með aukinni sölu til erlendra ferðamanna. Mikilvægt er að halda áfram að markaðssetja íslenskt lambakjöt til erlendra ferðamanna og horfa til möguleikanna sem kunna að leynast í öðrum íslenskum landbúnaðarvörum.

Gísli S. Brynjólfsson
stjórnarformaður 
Icelandic Lamb

Skylt efni: lambakjöt | icelandic lamb

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...