Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Andrés Vilhjálmsson, útflutnings­stjóri Icelandic Lamb ehf.
Andrés Vilhjálmsson, útflutnings­stjóri Icelandic Lamb ehf.
Mynd / smh
Fréttir 1. febrúar 2019

Lífrænt vottað lambakjöt til útflutnings

Höfundur: smh
Sauðfjárbændur með lífræna vottun hafa lítið borið úr býtum á undanförnum árum umfram aðra sauðfjárbændur hvað afurðaverð snertir. Markaðssetning og sala á þessum afurðum hefur ekki gengið nægilega vel og nú er svo komið að ekki hefur verið talið þess virði að flokka þær sérstaklega frá öðrum og markaðssetja. Nú hillir undir að hagur þessara bænda muni vænkast nokkuð á næstu misserum þar sem í undirbúningi er að senda allt lífrænt vottað lambakjöt á Þýskalandsmarkað eftir næstu sláturtíð.
 
Sex íslenskir sauðfjárbændur hafa lífræna vottun fyrir sitt fé. Sem fyrr segir hefur lítill virðisauki fengist af vottuninni fram að þessu, ekkert álag var greitt í síðustu sláturtíð en tíu prósent árið 2017. Einhverjir þeirra hafa haft eitthvað upp úr krafsinu með sölu beint frá býli – eða með því að upprunamerkja vörurnar sínar og selja á sveitamörkuðum og í sælkeraverslunum. Sláturhús SAH Afurða á Blönduósi er eina sláturhúsið með slíka vottun, en það er í eigu Kjarnafæðis.
 
Verðið 15–20 prósent hærra 
 
Andrés Vilhjálmsson, útflutnings­stjóri Icelandic Lamb ehf., hefur átt í samskiptum við þýska kaupendur sem hafa áhuga á þessari vöru og segir hann að málið sé í góðum farvegi. Ekki sé hægt að ráðast að fullu í þessa sölu strax, meðal annars af því að kjötið hafi ekki sérstaklega verið flokkað í afurðastöðinni. Þó ætti að vera hægt að senda fljótlega nokkur tonn til að byrja með. „Eftir næstu sláturtíð er svo stefnan að senda mest allt lífrænt lambakjöt sem framleitt er hér á landi, líklega í kringum 20 tonn, og er talað um 15–20 prósent hærra verð en fæst á slíkum markaði fyrir venjulegt lambakjöt. Stór hluti af þessari hækkun færi þá beint til bóndans. Skrokkarnir fara þá út með evrópsku upprunavottuninni og lífrænt vottuðum stimpli frá Evrópusambandinu,“ segir Andrés.
 
Halla Steinólfsdóttir, sauð­fjárbóndi í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dölum, segir að um miklar gleðifréttir sé að ræða. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir alla en auðvitað sérstaklega fyrir okkur þessa örfáu með vottun. Þrjóskan okkar og tiltrúin á þennan lífsstíl er að borga sig,“ segir Halla. Hún segir að það skipti miklu máli að fá meira fyrir afurðirnar og hún hafi aðallega verið móðguð yfir því að þessu úrvalshráefni hafi ekki verið sýnd tilhlýðileg virðing og metin að verðleikum. Stjórnvöld og samtök bænda ættu að fara að gefa sauðfjárafurðum með lífræna vottun meiri gaum í sinni stefnumótun og markaðssetningu. 
 
Vottunin hér á pari við evrópska laufblaðið
 
„Það er mjög skemmtilegt að það verði hægt að rekja kjötið beint á íslenska sveitabæinn þar sem lambakjötið er upprunnið. Vottunin hjá Túni er á pari við evrópska laufblaðið. Það er vel þekkt og neytendur treysta því. Þar liggur tækifærið. Andrés Vilhjálmsson hjá Icelandic Lamb var heima í þessum fræðum og ég þakka fyrir það,“ segir Halla. 
 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...