Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri hjá Icelandic lamb og Hinrik Carl Ellertsson, rekstrarstjóri veitingastaðarins Dill skrifa undir hundraðasta samninginn.
Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri hjá Icelandic lamb og Hinrik Carl Ellertsson, rekstrarstjóri veitingastaðarins Dill skrifa undir hundraðasta samninginn.
Mynd / Geirix
Fréttir 6. október 2017

Hundraðasti veitingastaðurinn í samstarf við Icelandic lamb

Icelandic lamb hefur gert samstarfssamninga við hundrað veitingastaði sem setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Hundraðasti veitingastaðurinn er Dill við Hverfisgötu, sem er eini íslenski veitingastaðurinn með Michelin-stjörnu. Með því er hann kominn í flokk bestu veitingastaða í heimi. 
 
Samstarfið við veitingastaðina hófst í fyrra og er hluti af þeirri viðleitni Icelandic lamb að ná til erlendra ferðamanna á Íslandi og segja þeim frá íslensku lambakjöti. Sala á lambakjöti jókst að jafnaði um fjórðung hjá þeim þrjátíu veitingastöðum sem voru með í samstarfinu í fyrra. 
 
Að auki hefur samfélags­miðlaherferð náð til milljóna og unnið er að vöruhönnun og sérstökum vörulínum og umbúðum fyrir erlenda ferðamenn. Sala á íslensku lambakjöti innanlands jókst um rúm 5% í fyrra eftir samdrátt árin þar á undan. Sala það sem af er ári hefur einnig verið góð. 

Skylt efni: icelandic lamb

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...