Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri hjá Icelandic lamb og Hinrik Carl Ellertsson, rekstrarstjóri veitingastaðarins Dill skrifa undir hundraðasta samninginn.
Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri hjá Icelandic lamb og Hinrik Carl Ellertsson, rekstrarstjóri veitingastaðarins Dill skrifa undir hundraðasta samninginn.
Mynd / Geirix
Fréttir 6. október 2017

Hundraðasti veitingastaðurinn í samstarf við Icelandic lamb

Icelandic lamb hefur gert samstarfssamninga við hundrað veitingastaði sem setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Hundraðasti veitingastaðurinn er Dill við Hverfisgötu, sem er eini íslenski veitingastaðurinn með Michelin-stjörnu. Með því er hann kominn í flokk bestu veitingastaða í heimi. 
 
Samstarfið við veitingastaðina hófst í fyrra og er hluti af þeirri viðleitni Icelandic lamb að ná til erlendra ferðamanna á Íslandi og segja þeim frá íslensku lambakjöti. Sala á lambakjöti jókst að jafnaði um fjórðung hjá þeim þrjátíu veitingastöðum sem voru með í samstarfinu í fyrra. 
 
Að auki hefur samfélags­miðlaherferð náð til milljóna og unnið er að vöruhönnun og sérstökum vörulínum og umbúðum fyrir erlenda ferðamenn. Sala á íslensku lambakjöti innanlands jókst um rúm 5% í fyrra eftir samdrátt árin þar á undan. Sala það sem af er ári hefur einnig verið góð. 

Skylt efni: icelandic lamb

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...