Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fulltrúar veitingastaðanna sem tóku við viðurkenningunni Icelandic Lamb Award of Excellence, ásamt Elizu Reid forsetafrú.
Fulltrúar veitingastaðanna sem tóku við viðurkenningunni Icelandic Lamb Award of Excellence, ásamt Elizu Reid forsetafrú.
Mynd / Icelandic Lamb
Fréttir 28. maí 2020

Icelandic Lamb veitti níu veitingastöðum viðurkenningu sína

Höfundur: smh

Markaðsstofan Icelandic Lamb veitti í dag níu veitingastöðum viðurkenningu sína, Icelandic Lamb Award of Excellence, við hátíðlega athöfn í Vinnustofu Kjarvals í Austurstræti Reykjavíkur.

Þetta var í fjórða sinn sem viðurkenningarnar eru veittar, en þær hljóta veitingastaðir sem þykja hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti ár hvert. Að þessu sinni var sú nýbreytni viðhöfð að veitingastöðunum var skipt í þrjá flokka; sælkeraveitingastaðir (fine dining), bistro og götumatur - og fimm veitingastaðir tilnefndir í hverjum flokki.

Eliza Reid forsetafrú ávarpaði samkomuna og veitti viðurkenningarnar.

Eftirtaldir staðir hlutu að þessu sinni viðurkenningar: 

Sælkeraveitingastaðir

  • Geysir Hótel Restaurant
  • Hver Restaurant
  • Silfra Restaurant

Einnig voru tilnefnd: Geiri Smart og Fiskfélagið.


Bistro

  • Heydalur
  • KK Restaurant
  • Mímir

Einnig voru tilnefnd:  Lamb Inn og Forréttabarinn.

Götumatur

  • Fjárhúsið
  • Lamb Street Food
  • Le Kock

Einnig voru tilnefnd: Shake & Pizza og Icelandic Street Food.

Um 180 staðir í samstarfinu

Um 180 veitingastaðir eru í samstarfi við Icelandic Lamb um notkun á félagamerki við kynningu og markaðssetningu á íslensku. Í ávarpi sínu fagnaði Elizu Reid þeim árangri sem náðst hefur í markaðssetningu á Íslensku lambakjöti til ferðamanna með átaksverkefninu.

Hún sagði að hægt væri að draga þá ályktun að starf Icelandic Lamb og notkun samstarfsaðila á merki þess hafi skilað allt að 23 prósenta aukningu á neyslu ferðamanna á íslensku lambakjöti.  Hún minnti sérstaklega á mikilvægi þess hlutverks sem veitingastaðir og matreiðslumenn spila þegar kynna á land og þjóð erlendis. „Matur er besta leiðin til þess að kynna fólki fyrir íslenskri hefð og menningu. Þegar ég er erlendis finnst mér alltaf gaman að tala um matarmenninguna hér og ekki síst íslenskt lambakjöt,“ sagði  hún.

Sæmundur Kristjánsson, Guðbjörg Gissurardóttir og Pétur Snæbjörnsson sátu í dómnefndinni, en hún lagði mat á markaðs- og kynningarefni staðanna, auk faglegrar þátttöku þeirra í samstarfsverkefninu. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...