Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fulltrúar veitingastaðanna sem tóku við viðurkenningunni Icelandic Lamb Award of Excellence, ásamt Elizu Reid forsetafrú.
Fulltrúar veitingastaðanna sem tóku við viðurkenningunni Icelandic Lamb Award of Excellence, ásamt Elizu Reid forsetafrú.
Mynd / Icelandic Lamb
Fréttir 28. maí 2020

Icelandic Lamb veitti níu veitingastöðum viðurkenningu sína

Höfundur: smh

Markaðsstofan Icelandic Lamb veitti í dag níu veitingastöðum viðurkenningu sína, Icelandic Lamb Award of Excellence, við hátíðlega athöfn í Vinnustofu Kjarvals í Austurstræti Reykjavíkur.

Þetta var í fjórða sinn sem viðurkenningarnar eru veittar, en þær hljóta veitingastaðir sem þykja hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti ár hvert. Að þessu sinni var sú nýbreytni viðhöfð að veitingastöðunum var skipt í þrjá flokka; sælkeraveitingastaðir (fine dining), bistro og götumatur - og fimm veitingastaðir tilnefndir í hverjum flokki.

Eliza Reid forsetafrú ávarpaði samkomuna og veitti viðurkenningarnar.

Eftirtaldir staðir hlutu að þessu sinni viðurkenningar: 

Sælkeraveitingastaðir

  • Geysir Hótel Restaurant
  • Hver Restaurant
  • Silfra Restaurant

Einnig voru tilnefnd: Geiri Smart og Fiskfélagið.


Bistro

  • Heydalur
  • KK Restaurant
  • Mímir

Einnig voru tilnefnd:  Lamb Inn og Forréttabarinn.

Götumatur

  • Fjárhúsið
  • Lamb Street Food
  • Le Kock

Einnig voru tilnefnd: Shake & Pizza og Icelandic Street Food.

Um 180 staðir í samstarfinu

Um 180 veitingastaðir eru í samstarfi við Icelandic Lamb um notkun á félagamerki við kynningu og markaðssetningu á íslensku. Í ávarpi sínu fagnaði Elizu Reid þeim árangri sem náðst hefur í markaðssetningu á Íslensku lambakjöti til ferðamanna með átaksverkefninu.

Hún sagði að hægt væri að draga þá ályktun að starf Icelandic Lamb og notkun samstarfsaðila á merki þess hafi skilað allt að 23 prósenta aukningu á neyslu ferðamanna á íslensku lambakjöti.  Hún minnti sérstaklega á mikilvægi þess hlutverks sem veitingastaðir og matreiðslumenn spila þegar kynna á land og þjóð erlendis. „Matur er besta leiðin til þess að kynna fólki fyrir íslenskri hefð og menningu. Þegar ég er erlendis finnst mér alltaf gaman að tala um matarmenninguna hér og ekki síst íslenskt lambakjöt,“ sagði  hún.

Sæmundur Kristjánsson, Guðbjörg Gissurardóttir og Pétur Snæbjörnsson sátu í dómnefndinni, en hún lagði mat á markaðs- og kynningarefni staðanna, auk faglegrar þátttöku þeirra í samstarfsverkefninu. 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...