Blessuð íslenska kýrin
Um þessar mundir ríður þankagangur Mammons röftum, meðal sumra kúabænda á Íslandi. Vitnað er í könnun sem gerð var milli kúakynja. Ég spyr, hver bað um hana? Hvað kostaði hún, og hvert er markmiðið með henni þegar niðurstaðan var öllum ljós fyrir fram?