HM í Berlín 2019
Óvænt úrslit á lokadegi HM í Berlín
Úrslitadagurinn á HM hófst snemma, eða klukkan átta að morgni, með A-úrslitum í slaktaumatölti fullorðinna. Íslendingar bundu miklar vonir við Jakob Svavar Sigurðsson og Júlíu frá Hamarsey, en þetta var eina greinin sem þau tóku þátt í og þau voru þriðju inn í úrslitin.
Fleiri gull til Íslands
Dagskráin á HM í Berlín var fjölbreytt í dag. Dagurinn hófst á seinni umferðum í 250 m skeiði og þar gerði Guðmundur Björgvinsson sér lítið fyrir og náði í enn eitt gullið fyrir Ísland á Glúmi frá Þóroddsstöðum á tímanum 21,80 sek.
Töltveisla á HM í dag
Dagurinn hófst á B-úrslitum í slaktaumatölti á HM í Berlín í morgun. Þar áttu Íslendingar fulltrúa í B-úrslitum ungmenna, Hákon Dan Ólafsson á Stirni frá Skriðu.
Fyrstu gullin komin í hús hjá Íslendingum á HM
Íslendingar áttu góðan dag á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín í dag. Fyrstu gullin komu í hús, bæði í íþróttakeppninni og á kynbótabrautinni.
Dramatískur fimmgangur á HM í dag
Óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu í fimmgangskeppninni á HM í Berlín í dag. Nokkur afföll urðu hjá íslenska liðinu en hryssa Ylfu Guðrúnar Svafarsdóttur var skráð úr keppni.
Íslendingar efstir í fjórgangi
Íslenska landsliðið í hestaíþróttum átti góðan dag í Berlín þegar keppni í hringvallargreinum hófst með fjórgangi. Jóhann R. Skúlason reið á vaðið og var fyrstur Íslendinga í braut á hinum tignarlega Finnboga frá Minni-Reykjum.