Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jóhann Rúnar Skúlason veifar til áhorfenda að lokinni toppsýningu sinni í töltinu, en þakið ætlaði nánast af stúkunni í fagnaðarlátunum.
Jóhann Rúnar Skúlason veifar til áhorfenda að lokinni toppsýningu sinni í töltinu, en þakið ætlaði nánast af stúkunni í fagnaðarlátunum.
Mynd / BBL
Fréttir 9. ágúst 2019

Töltveisla á HM í dag

Höfundur: Ritstjórn

Dagurinn hófst á B-úrslitum í slaktaumatölti á HM í Berlín í morgun. Þar áttu Íslendingar fulltrúa í B-úrslitum ungmenna, Hákon Dan Ólafsson á Stirni frá Skriðu. Þeir stóðu sig prýðilega og urðu þriðju í úrslitunum með 6,63 og 8. í heildarkeppninni, en Esmee Versteg frá Hollandi vann B -úrslitin á Lista fra Malou með 6,75 og vann sér þar með inn þátttökurétt í A-úrslitum ungmenna.

Í B-úrslitum fullorðinna afskráði Magnús Skúlason sem þýddi að Ásmundur Ernir Snorrason hefði getað komið inn í úrslitin en hann kaus að gera það ekki og reikna má með að hann ætli að spara alla sína krafta fyrir átökin í B-úrslitum í fjórgangi og hugsanlega A-úrslitum líka ef vel gengur. Jessica Rydin frá Svíþjóð vann B-úrslit fullorðinna í slaktaumatöltinu á Rosa frá Litlu-Brekku með 7,88 og fer upp í A-úrslit á sunnudag.

Frábær árangur í töltinu

Íslendingar hafa oft átt fleiri keppendur í tölti en á þessu móti, en til leiks mættu tveir keppendur, einn í ungmennaflokki og annar hjá þeim fullorðnu. Þessir tveir knapar stóðu alveg fyrir sínu og gerðu það gott. Ásdís Ósk Elvarsdóttir var snemma í braut og átti mjög góða sýningu á Koltinnu frá Varmalæk. Allir hlutar sýningarinnar voru vel heppnaðir, ekki síst hraðabreytingarnar, auk þess sem reiðmennska Ásdísar var bæði falleg og vel útfærð í góðu samspili við hryssuna. Einkunn þeirra var 7,10 sem reyndist næsthæsta einkunn ungmenna og hún því önnur inn í úrslit.

Jóhann Rúnar Skúlason toppaði svo daginn með feikna kraftmikilli sýningu á Finnboga frá Minni-Reykjum þar sem þrír dómarar gáfu honum 9,0 í einkunn og aðaleinkunnin varð 8,90. Jóhann er með nokkra yfirburði eftir forkeppnina, en Bernhard Podlech frá Þýskalandi, sem er annar, átti líka frábæra sýningu, sem einkenndist af mikilli mýkt og frábæru samspili hans og Keilu vom Maischeiderland, en þau hlutu 8,57.

Lengra er í næstu knapa en töltúrslitin verða án efa spennandi og skemmtileg og Jóhann hefur gefið það út að hann ætli sér að vinna, en á þessum velli hefur hann áður orðið heimsmeistari og þá með meteinkunn á Hnokka frá Fellskoti árið 2013.

Beggi bestur á Besta

Fyrri umferðir í 250 m skeiði fóru fram seinnipartinn í dag. Bergþór Eggertsson og Besti frá Upphafi eru með besta tímann að þeim loknum, 22,33 sek. Guðmundur Björgvinsson og Glúmur frá Þóroddsstöðum fóru á 22,93 og nýkrýndir heimsmeistarar í gæðingaskeiði ungmenna frá í gær, Benjamín Sandur Ingólfsson og Messa frá Káragerði, fóru á 24,28. Aðrir knapar íslenska liðsins náðu ekki tíma. En seinni umferðir eru eftir og allt opið enn því besti tíminn úr öllum umferðum gildir í lokin.

Samanlagðir sigurvegarar verðlaunaðir á morgun

Á morgun fara fram B-úrslit öllum greinum fullorðinna, auk A-úrslita í slaktaumatölti ungmenna. Seinni umferðir í 250 m skeiði eru einnig á dagskrá, auk þess sem kynbótahross verða verðlaunuð og samanlagðir sigurvegarar kynntir og verðlaunaðir. Ljóst er nú þegar að Jóhann Rúnar Skúlason er samanlagður fjórgangssigurvegari með hæstu samanlagða einkunn úr forkeppni í tölti og fjórgangi.

Skylt efni: HM í Berlín 2019

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu
Fréttir 30. ágúst 2024

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu

Ástand kolsýruuppspretta á Hæðarenda í Grímsnesi er ekki í lagi að mati eiganda ...

Sigurborg mótar nýja heildarstefnu í dýraheilsumálum
Fréttir 30. ágúst 2024

Sigurborg mótar nýja heildarstefnu í dýraheilsumálum

Sigurborg Daðadóttir fer úr embætti yfirdýralæknis og tekur við nýju starfi í ma...

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%
Fréttir 30. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%

Sláturfélag Suðurlands (SS) hækkaði í síðustu viku afurðaverð til sauðfjárbænda....

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru
Fréttir 29. ágúst 2024

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru

Í Þykkvabænum er útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru þegar á heildina er litið...

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum
Fréttir 29. ágúst 2024

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum

Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir, hefur tekið við starfi í matvæl...

Kyngreining sæðis hefst í haust
Fréttir 28. ágúst 2024

Kyngreining sæðis hefst í haust

Nautastöð Bændasamtaka Íslands (NBÍ) hefur gengið frá samningum við bandaríska f...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 28. ágúst 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Þingað um þörunga
Fréttir 28. ágúst 2024

Þingað um þörunga

Alþjóðleg þörungaráðstefna, Arctic Algea, verður haldin í Reykjavík 4. og 5. sep...