Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ásmundur Ernir Snorrason og Irene Reber ríða af velli eftir spennandi B-úrslit í fjórgangi þar sem Irene hafði betur.
Ásmundur Ernir Snorrason og Irene Reber ríða af velli eftir spennandi B-úrslit í fjórgangi þar sem Irene hafði betur.
Mynd / BBL
Fréttir 10. ágúst 2019

Fleiri gull til Íslands

Höfundur: Ritstjórn

Dagskráin á HM í Berlín var fjölbreytt í dag. Dagurinn hófst á seinni umferðum í 250 m skeiði og þar gerði Guðmundur Björgvinsson sér lítið fyrir og náði í enn eitt gullið fyrir Ísland á Glúmi frá Þóroddsstöðum á tímanum 21,80 sek. Charlotte Cook og Sæla frá Þóreyjarnúpi urðu í 2. sæti á 21,89 sek. Þriðji varð svo Daníel Ingi Smárason fyrir Svíþjóð á Huldu från Margaretehof á 22,20 sekúndum.

Bergþór Eggertsson og Besti, sem áttu besta tímann í fyrri umferðum í gær urðu fjórðu á 22,33 sek. Teitur Árnason og Dynfari frá Steinnesi enduðu svo í 8. sæti sæti á 22,65 sek.

Í flokki ungmenna varð Benjamín Sandur Ingólfsson fimmti á Messu frá Káragerði á 24,14 sek. Þar vörðu Lone Sneve og Stóri-Dímon frá Hraukbæ titil sinn á 22,93 sek. Hinn breski Aidan Carson varð annar á 23,13 sek.

Vonbrigði hjá Ásmundi Erni

Nils Christian Larsen frá Noregi vann B-úrslitin í tölti á Garpi fra Hojgaarden með 7,94 í einkunn og hinn sænski Jack Ericson vann A-úrslit í slaktaumatölti ungmenna á Millu från Ammor með 7,46. Ásmundur Ernir Snorrason var fulltrúi Íslendinga í B-úrslitum í fjórgangi en hann kom efstur inn í þau að lokinni forkeppni. Ásmundur átti fína sýningu, utan brokksins þar sem hann fékk einkunnina 6,67, á meðan hann fékk frá 7,5 og upp í 8,0 fyrir aðrar gangtegundir. Aðaleinkunn Ásmundar var 7,50, en það var Irene Reber frá Þýskalandi sem vann með 7,60 á Þokka frá Efstu-Grund og fer upp í A-úrslitin á morgun.

Agnar Snorri Stefánsson fór mikinn

Þá fóru einnig fram B-úrslit í fimmgangi í dag en báðir íslensku knaparnir í þeirri grein höfðu þegar tryggt sér sæti í A-úrslitum. Nokkrar sviptingar urðu í þessum úrslitum og efsti knapinn inn, Pierre Sandsten-Hoyos á Búa frá Húsavík, lenti í vandræðum bæði á brokki og skeiði þannig að þeirra draumur um úrslitasæti var úti. Agnar Snorri Stefánsson fór hins vegar mikinn og reið inn í A-úrslitin á Bjartmari fra Nedre Sveen fyrir Danmörku með 7,40 í einkunn.

Íslendingar sterkir samanlagt

Veitt voru verðlaun fyrir samanlagða sigurvegara í fjórgangsgreinum, þ.e. þau pör knapa og hesta sem hæstu einkunnir fengu í tölti og fjórgangi samanlagt. Ásdís Ósk Elvarsdóttir var önnur í samanlögðum fjórgangsgreinum ungmenna á Koltinnu frá Varmalæk og Jóhann Rúnar Skúlason varð efstur í samanlögðu fullorðinna og landaði þar með sínum fyrsta heimsmeistaratitli á þessu móti á Finnboga frá Minni-Reykjum.

A-úrslit á morgun

Á morgun fara fram A-úrslit í öllum greinum auk 100 m skeiðs, en í kvöld skemmta hestamenn sér saman á svokallaðri gala-sýningu þar sem fjölbreytt hestaatriði eru í boði.

Skylt efni: HM í Berlín 2019

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...