Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gústaf Ásgeir Hinriksson fór brosandi af velli eftir að hafa riðið beina leið í A-úrslit í fimmgangi.
Gústaf Ásgeir Hinriksson fór brosandi af velli eftir að hafa riðið beina leið í A-úrslit í fimmgangi.
Mynd / BBL
Fréttir 7. ágúst 2019

Dramatískur fimmgangur á HM í dag

Höfundur: Ritstjórn

Óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu í fimmgangskeppninni á HM í Berlín í dag. Nokkur afföll urðu hjá íslenska liðinu en hryssa Ylfu Guðrúnar Svafarsdóttur var skráð úr keppni. Glódís Rún Sigurðardóttir, sem einnig keppir sem ungmenni, átti fína sýningu á Trausta frá Þóroddsstöðum og uppskar einkunnina 6,40, en þau voru dæmd úr leik þar sem hesturinn stóðst ekki heilbrigðisskoðun þegar út af var komið. Mikil vonbrigði fyrir báða þessa flottu ungu fulltrúa Íslands sem lagt hafa á sig mikla vinnu við undirbúning og þjálfun.

Tveir fyrrum heimsmeistarar dæmdir úr leik

Þá voru tveir fyrrum heimsmeistarar einnig dæmdir úr leik af sömu sökum, Stian Pedersen frá Noregi með Nóa fra Jakobsgarden og ríkjandi heimsmeistari Frauke Schenzel frá Þýskalandi á Gusti vom Kronshof. Bæði áttu góðar sýningar, Stian með 7,0 sem setti hann í þriðja sætið og Frauke með 7,57 sem skaut henni rétt upp fyrir Olil Amble á toppinn. En því miður fór sem fór og þau munu ekki berjast um gullið í fimmgangi að þessu sinni.

Velferð hestsins í fyrirrúmi

Reglur FEIF, alþjóðasamtaka íslenska hestsins, eru skýrar en þar segir að blæði úr hrossi að lokinni keppni verði að dæma viðkomandi úr leik og þá er átt við blæðingu sem heldur áfram eftir að strokið hefur verið af sárinu. Það þarf hins vegar ekki endilega að þýða að lagt hafi verið hart að hrossinu, heldur er oftast um að ræða hnjask og smá áverka. En þar sem velferð hestsins er alltaf í fyrirrúmi nýtur hann vafans og þrátt fyrir vonbrigði hafa knapar skilning á þessu enda annt um hesta sína.

Sproti í 5. sæti

Gústaf Ásgeir Hinriksson gladdi hins vegar landa sína og fleiri þegar hann reið síðastur í braut í fimmgangi í dag á Sprota frá Innri-Skeljabrekku með vel útfærða og kraftmikla sýningu sem skilaði honum í fimmta sætið með einkunnina 7,0. Þau Olil munu því bæði ríða A úrslit á sunnudaginn kemur og berjast til sigurs.

Kynbótahrossin fá lægri einkunnir

Áfram var haldið að sýna kynbótahross í dag og áfram héldu þau að lækka. Spaði frá Barkarstöðum stendur efstur í 6v flokki sem stendur og hin sænska Tíbrá fran Knutshyttan efst í 6v flokki hryssna. Nokkuð hefur verið rætt um lækkun einkunna kynbótahrossanna og velta menn því fyrir sér hvort vallaraðstæður spili þar inn í. Yfirlitssýning er þó enn eftir og ekki er ólíklegt að einhver hrossa hækki að nýju. Niðurstöður kynbótadóma er allar að finna í gagnagrunninum WorldFeng, á www.worldfengur.com, en hægt er að fylgjast með niðurstöðum íþróttagreinanna inni á ticker.icetestng.com.

Á morgun fimmtudag verður keppt í slaktaumatölti T2 og gæðingaskeiði, auk þess sem yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram.

Skylt efni: HM í Berlín 2019

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...