Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jóhann R. Skúlason á hinum tignarlega Finnboga frá Minni-Reykjum.
Jóhann R. Skúlason á hinum tignarlega Finnboga frá Minni-Reykjum.
Mynd / BBL
Fréttir 6. ágúst 2019

Íslendingar efstir í fjórgangi

Höfundur: Ritstjórn

Íslenska landsliðið í hestaíþróttum átti góðan dag í Berlín þegar keppni í hringvallargreinum hófst með fjórgangi.

Jóhann R. Skúlason reið á vaðið og var fyrstur Íslendinga í braut á hinum tignarlega Finnboga frá Minni-Reykjum. Þeir áttu góða sýningu sem setti þá í 2.-3. sætið með 7,43 ásamt hinni norsku Christinu Lund á Lukku-Blesa frá Selfossi. Ásmundur Ernir Snorrason var lengi vel inni í A-úrslitum líka með Fræg frá Strandarhöfði, en þeir enduðu í 6. sæti sem þýðir að þeir fara í B-úrslit en þar eru þeir sigurstranglegir af allt gengur upp.

Efstur eftir forkeppni var Árni Björn Pálsson á Flaumi frá Sólvangi með 7,67 en þeir áttu jafna og góða sýningu, en geta þó enn bætt í. Þau Bernarnd Podlech og Lisa Drath frá Þýskalandi riðu sig líka inn í A-úrslit og aðeins þrjár kommur skilja 2. og 3. sætið frá því 4. og 5. svo í raun er allt opið fyrir úrslitin um helgina. 

Tvö íslensku ungmennanna sem kepptu í fjórgangi komust einnig í úrslit, þau Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Koltinna frá Varmalæk sem varð önnur með 6,80 og Hákon Dan Ólafsson á Stirni frá Skriðu sem varð fjórði með 6,67. Heilt yfir góður dagur fyrir íslenska liðið þó ekki kæmust allir í úrslit.

Jakob einbeitir sér að slaktaumatöltinu

Jakob Svavar Sigurðsson afskráði sig úr fjórgangnum með Júlíu frá Hamarsey, en þau urðu m.a. Íslandsmeistarar í þeirri grein árið 2017 og töldust líkleg til afreka, ekki síst sem hugsanlegir samanlagðir fjórgangs sigurvegarar. Jakob hefur líka orðið Íslandsmeistari bæði í tölti T1 og slaktaumtölti T2 á Júlíu, en ekki má keppa í tveimur töltgreinum á sama móti og hefur hann ákveðið að einbeita sér að slaktaumatöltinu. Gangi vel hjá Jóhanni í töltinu er hann hins vegar líklegur kandidat í samanlagðan fjórgangs sigurvegara en það kemur í ljós að þegar forkeppni í tölti lýkur. 

Kynbótahrossin lækkuðu öll

Fimm vetra hryssur og stóðhestar voru sýnd í reiðdómi í kvöld, skemmst er frá því að segja að þar lækkuðu hrossin öll og sum umtalsvert, en yfirlit er enn eftir og því möguleiki á að þau hækki sig að nýju. 

Fylgist með á FB-síðu Bændablaðsins

Á morgun verður keppt í fimmgangi, auk þess sem sex og sjö vetra gömul kynbótahross verða sýnd í dómi. Við munum halda áfram að fylgjast með á HM og bendum jafnframt á Facebook-síðu Bændablaðsins þar sem birtast myndbrot af mótinu.

 

Skylt efni: HM í Berlín 2019

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...