Lúpína og jarðvegsvernd
Bandarískir verkfræðinemendur eru að rannsaka lúpínu hér á landi og óska eftir áliti Íslendinga á jurtinni.
Bandarískir verkfræðinemendur eru að rannsaka lúpínu hér á landi og óska eftir áliti Íslendinga á jurtinni.
Á undanförnum áratugum hafa bændur, Landgræðslan, ýmis samtök og áhugasamir einstaklingar unnið stórvirki í landgræðslu og landbótum. Þannig hefur sandfok víða verið heft og uppblástur stöðvaður.
„Það er mjög mikið af skógarkerfli í Þingeyjarsveit, sérstaklega á Laugum í Reykjadal, en þaðan hefur hann dreifst mjög víða um Reykjadalinn. Þá er orðið mikið af skógarkerfli á nokkrum svæðum í Kaldakinn og stöku stað í Aðaldal og Fnjóskadal,“ segir Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands.
Ég dvaldi tvær vikur í Norðurþingi um mánaðamótin júlí-ágúst og varð margs vísari. Hef stöku sinnum ekið þarna í gegn en aldrei stoppað sem nú. Gróðurfarið vakti athygli mína. Meiri gróður en ég átti von á – margvíslegur gróður.
Við landnám var Ísland kjarri vaxið milli fjalls og fjöru. Við þurfum ekkert að efast um að koma okkar hingað í þetta viðkvæma umhverfi varð til þess að óblíð náttúruöflin fengu liðsauka við að eyða gróðri.
Á fundi Framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings í vikunni var tekið fyrir erindi frá Rootopia ehf. Í erindinu var leitað að samstarfsaðila til að taka í tilraunaverkefni þar sem ætlunin er að planta birkiplöntum í lúpínubreiður.