Lúpína og jarðvegsvernd
Bandarískir verkfræðinemendur eru að rannsaka lúpínu hér á landi og óska eftir áliti Íslendinga á jurtinni.
Nemendur í náttúrutengdri verkfræði við Worcester Polytechnic Institute (WPI) háskóla í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa á undarnförnum vikum verið á Íslandi við ýmiss konar rannsóknir.
Ein rannsókn snýr að lúpínu í íslensku umhverfi. Skiptar skoðanir eru á notkun lúpínunnar á meðal Íslendinga og leitað er eftir samvinnu við Íslendinga í þeim tilgangi að endurspegla þjóðarsálina hvað lúpínu varðar. Bændur og aðrir landeigendur eru í lykilhlutverki því einmitt þeir hafa hvað mestra hagsmuna að gæta.
Nemendurnir hafa opnað stutta könnun á netinu sem er opin almenningi. Hún er bæði á íslensku og ensku. Leitað er eftir þátttakendum meðal almennings og sér í lagi bænda og landeigenda.
Könnunina má nálgast á slóðinni skogarbondi.is.