Ætla planta öflugum birkiplöntum í lúpínubreiður
Á fundi Framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings í vikunni var tekið fyrir erindi frá Rootopia ehf. Í erindinu var leitað að samstarfsaðila til að taka í tilraunaverkefni þar sem ætlunin er að planta birkiplöntum í lúpínubreiður.
Hugmyndin er að planta 450 eins metra háum birkiplöntun sem smitaðar hafa verið með svepprót í lúpínubreiður.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir þátttöku í verkefninu.