Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sauðkindin stöðvar auðveldlega útbreiðslu lúpínunnar sem getur verið valkostur þar sem af einhverjum ástæðum þykir rétt að hefta framgang hennar.
Sauðkindin stöðvar auðveldlega útbreiðslu lúpínunnar sem getur verið valkostur þar sem af einhverjum ástæðum þykir rétt að hefta framgang hennar.
Mynd / Birnir Halldórsson
Lesendarýni 31. ágúst 2022

Landgræðsla við breyttar aðstæður

Höfundur: Ari Teitsson, fyrrum formaður Bændasamtaka Íslands

Á undanförnum áratugum hafa bændur, Landgræðslan, ýmis samtök og áhugasamir einstaklingar unnið stórvirki í landgræðslu og landbótum. Þannig hefur sandfok víða verið heft og uppblástur stöðvaður.

Ari Teitsson.

Óhætt mun að fullyrða að notkun lúpínu hefur þar skilað mestum árangri. Á Mýrdalssandi hefur hún heft sandfok þannig að umferð er þar ekki lengur hætta búin, Hólasandur er ekki lengur gróðurvana eyðimörk og lúpína þekur nú um 400 hektara svæði ofan Húsavíkur þannig að moldrok sem áður barst yfir bæinn í hvössum veðrum sést ekki lengur og svæðið bindur kolefni sem svara til verulegs hluta kolefnislosunar af akstri Húsvíkinga. Raunar blasir árangur lúpínunnar víða við í flestum héruðum landsins.

Fyrir nokkrum árum ákvað Landgræðslan þó að hætta notkun lúpínu til landgræðslu, væntanlega vegna þrýstings frá góðu fólki, og síðan hefur lúpínufræ ekki verið fáanlegt. Þess í stað hefur áhersla verið lögð á landgræðslu með áburðargjöf og sáningu grasfræs.

Í ljósi breyttra aðstæðna virðist nú tilefni til að endurskoða þá ákvörðun.

Heimsbyggðin virðist á barmi glötunar vegna loftslagsbreytinga og breytt neysluhegðun og aukin kolefnisbinding því lífsnauðsyn.

Heimsmarkaðsverð á köfnunarefnisáburði, sem að mestu er framleiddur með gas- og olíubruna, hefur meir en tvöfaldast frá ársbyrjun 2021. Fosfórnámur heimsins virðast á þrotum og verð fosfóráburðar hefur einnig tvöfaldast á sama tímabili.(sjá Bændablaðið 21. júlí sl.)

Fyrir liggur að lúpínan bindur nitur úr andrúmsloft og á auk þess auðvelt með fosfórnám úr jarðvegi.

„Með aðkomu lúpínu margfaldast streymi köfnunarefnis inn í vistkerfi og framleiðni gróðurs stóreykst. Jarðvegur auðgast og allt vistkerfið tekur stakkaskiptum frá örveru og smádýralífi í jarðvegi, gróðri og upp til stærri dýra“ (Brynja Davíðsdóttir o.fl. 2016).

Í skýrslu Náttúrufræðistofnunar um langtímaáhrif lúpínu (útg. 2018) kemur fram að í athugunarreitum jókst magn kolefnis í jarðvegi í lúpínubreiðum að jafnaði um 0,064 kg C/m2 á ári (600 kg/ha). Í skýrslunni segir: „Þetta er um helmingi hraðari kolefnisbinding en meðaltal ýmiskonar landgræðsluaðgerða á rýru landi hafa sýnt (Ólafur Arnalds o.fl. 2000)“.

Á árunum 1997–2000 var gerð úttekt á kolefnisbindingu í landgræðslu og skógrækt. Gerðar voru rannsóknir á 16 svæðum í fjórum landshlutum og reyndist niðurstaða eftirfarandi – sjá töflu.

Í úttekt Landgræðslunnar á kolefnisbindingu í jarðvegi á mælitímabilinu 2007–2011 kemur hins vegar fram að binding lúpínu í jarðvegi á umræddu tímabili virðist aðeinsum0,3tonnáhaáárien binding við grassáningu virðist um 4,4 tonn. Ætla má að sá mikli mismunur sem fram kemur annars vegar við heildarbindingu og hins vegar við bindingu í jarðvegi bendi til að sú mikla binding lúpínu sem fram kemur í fyrri athugunum sé vegna mikils vaxtar ofanjarðar en gras bindi fremur í rótum undir yfirborði jarðar. Hér verður þó að hafa í huga að ætla má að grassáningunni fylgi veruleg áburðargjöf í nokkur ár og slík ræktun því vart raunhæf við nýtt áburðarverð.

Mismunandi rannsóknarniðurstöður vekja spurningar um hvort ekki sé rétt að óháðir aðilar annist rannsóknir fremur en framkvæmda- og fjármögnunaraðilar.

Við val á aðferðum við kolefnisbindingu sem byggjast á landnýtingu má markmið ekki eingöngu vera að að uppfylla flókna alþjóðastaðla sem henta okkur misvel. Við ættum ekki síður að horfa á nýtingu viðkomandi lands a.m.k. næstu 100 árin. Þannig er t.d. augljóst að kolefnisbinding með birki skilar hvorki nytjavið né ræktarlandi við lok vaxtartíma. Barrtré og ösp skila hins vegar nytjaviði eftir 30–50 ár með möguleikum á áframhaldandi viðarframleiðslu. Landgræðsla með grassáningu og áburðargjöf virðist a.m. k. á rýrara landi krefjast áburðargjafar í allmörg ár með tilheyrandi kostnaði og kolefnislosun. Sérstaða lúpínunnar er að hún aflar ríflega nauðsynlegs áburðar sjálf án kostnaðar og með kolefnisbindingu.

Suðvestan við Húsavíkurfjall má sjá sambýli birkis og lúpínu en þar voru plægðar rásir í nokkurra ára lúpínubreiður og birki plantað þar í. Vakin er athygli á ástandi nærliggjandi lands sem ekki nýtur aðstoðar lúpínunnar.

Höfum við efni á að nýta okkur það ekki?

Víða á landinu eru víðáttumikil lítt eða ekki gróin svæði sem hvorki skila kolefnisbindingu eða gróðurnytjum en henta vel til uppgræðslu og landbóta með lúpínu samfara mikilli kolefnisbindingu (sjá meðfylgjandi myndir). Með nýtingu þeirra svæða skiluðum við heimsbyggðinni þarfri kolefnisbindingu og drægjum um leið úr notkun köfnunarefnis- og fósfóráburðar með tilheyrandi sparnaði. Að 20–30 árum liðnum fengjum við þar frjósamt land sem nýttist til framtíðar hvort heldur sem væri til skógræktar eða beitar með áframhaldandi kolefnisbindingu. Þeir sem áhuga hafa á nýtingu slíkra svæða eru hvattir til að kynna sér viðtal við Björn Halldórsson, bónda á Valþjófsstöðum, um þetta efni sem birtist í Bændablaðinu 7. apríl sl.

Skiptar skoðanir eru þó um ágæti lúpínunnar og hún á ekki alls staðar jafn vel við. Víðast hörfar þó lúpínan þegar hún hefur lokið landbótahlutverki sínu og einnig má fela sauðkindinni að stöðva hana ef þurfa þykir (sjá meðfylgjandi mynd). Eigi að síður mætti leita þjóðarsáttar um nýtingu lúpínunnar sem gæti verið á þá leið að frekari sáningu lúpínu yrði hætt í Landnámi Ingófs en íbúar á því svæði létu lúpínunýtingu annarra landsmanna, sem hafa raunverulegan áhuga á kolefnisbindingu, landgræðslu og landbótum, afskiptalausa.

Skylt efni: lúpína | Landgræðsla

Samdráttur í kartöfluuppskeru
Lesendarýni 22. apríl 2025

Samdráttur í kartöfluuppskeru

Hagstofa Íslands sló upp á forsíðu sinni nýlega að kartöfluppskeran 2024 hefði v...

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?
Lesendarýni 15. apríl 2025

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?

Á árunum 2021 til 2025 hækkaði matvælaverð í Evrópu víða verulega.

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu
Lesendarýni 14. apríl 2025

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu

Í kjölfar umræðu um innflutning á erlendu kúakyni til mjólkurfram - leiðslu vill...

Táknmynd Íslands
Lesendarýni 2. apríl 2025

Táknmynd Íslands

Hver skyldi myndin vera sem kemur upp í huga flestra útlendinga þegar Ísland er ...

Hringrásargarðar á Íslandi
Lesendarýni 1. apríl 2025

Hringrásargarðar á Íslandi

Hugmyndin um hringrásargarða hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþr...

Tilhæfulaus fyrirgangur
Lesendarýni 27. mars 2025

Tilhæfulaus fyrirgangur

Að undanförnu hefur mikill fyrirgangur verið vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjór...

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...