Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir við bjarnarklóarbreiðu á Végeirsstöðum fyrr í sumar.
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir við bjarnarklóarbreiðu á Végeirsstöðum fyrr í sumar.
Mynd / Sesselja Guðrún Sigurðardóttir
Fréttir 28. ágúst 2020

Skógarkerfill og lúpína breiðast hratt út

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er mjög mikið af skógarkerfli í Þingeyjarsveit, sérstaklega á Laugum í Reykjadal, en þaðan hefur hann dreifst mjög víða um Reykjadalinn. Þá er orðið mikið af skógarkerfli á nokkrum svæðum í Kaldakinn og stöku stað í Aðaldal og Fnjóskadal,“ segir Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands.

Sigþrúður og Sesselja Guðrún Sigurðardóttir, sem einnig er líf­fræðingur hjá NNA, luku í sumar við kortlagningu á ágengum og framandi plöntutegundum í Þingeyjarsveit, lúpínu, skógarkerfli og bjarnarkló. Vettvangsvinnu er lokið og er nú verið að vinna upp úr henni. Verkinu lýkur í haust.

Sesselja Guðrún og Sigþrúður Stella önnum kafnar í vettvangsvinnu í fyrrasumar. Mynd / Chanee Thianthong

Útbreiðsla eykst með minnkandi beit

Sigþrúður Stella segir að skógarkerfillinn breiðist mjög hratt út um svæðið, meðfram vegum þar sem fræin „fá far“ með farartækjum og meðfram ám og lækjum. Einnig getur hann dreifst mjög auðveldlega með jarðvinnuvélum sem fara á milli svæða.

Með minnkandi beit á svæðinu hefur útbreiðsla hans aukist mjög mikið og hann leggur auðveldlega undir sig gömul næringarrík tún og önnur vel gróin svæði en einnig tekur hann yfir lúpínubreiður. Í þéttum breiðum verður skógarkerfillinn allsráðandi og aðrar plöntutegundir þrífast þar ekki.

„Spánarkerfill er ekki eins út­­breidd­ur en á nokkrum stöðum eru miög stórar breiður af honum. Hann dreifist á sama hátt og skógarkerfill. Hann er ekki enn orðinn eins ágengur en spurning hvað verður,“ segir Sigþrúður Stella.  

Aðrar plöntur verða undir í samkeppni við lúpínu

Lúpína er víða um svæðið, að sögn Sigþrúðar Stellu, og eru stærstu breiðurnar í landgræðslugirðingum og skógarreitum en hún hefur einnig dreift sé víða utan þeirra svæða og inn á gróið land þar sem ekki er beit.
„Lúpína hefur dreift sér víða meðfram Skjálfandafljóti og Fnjóská og út í eyrar og hólma í ánum. Plöntutegundum fækkar í lúpínubreiðum þar sem litlar plöntur verða undir í samkeppninni. Í hólmum og meðfram Fnjóská hefur t.d. eyrarrósin þurft að víkja fyrir lúpínu.“

Mikið um bjarnarkló á Végeirsstöðum

Bjarnarkló, eða risahvönn, er ekki á mörgum stöðum innan sveitarfélagsins en Sigþrúður Stella segir að þó hafi nú í sumar fundist margar plöntur innan skógargirðingar við  Végeirsstaði í Fnjóskadal, – „og þar eru fleiri plöntur en á öllum hinum stöðunum, þar sem bjarnarkló er, til samans“. 

Séð yfir Lauga í Reykjadal sumari 2019, en þar sjást stórar kerfilsbreiður greini­lega. Mynd / Aðalsteinn Örn Snæþórsson

Skylt efni: skógarkerfill | lúpína

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...