Skógarkerfill og lúpína breiðast hratt út
„Það er mjög mikið af skógarkerfli í Þingeyjarsveit, sérstaklega á Laugum í Reykjadal, en þaðan hefur hann dreifst mjög víða um Reykjadalinn. Þá er orðið mikið af skógarkerfli á nokkrum svæðum í Kaldakinn og stöku stað í Aðaldal og Fnjóskadal,“ segir Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands.