Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skipuleg eyðing á skógarkerfli
Mynd / MÞÞ
Fréttir 26. október 2015

Skipuleg eyðing á skógarkerfli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Skógarkerfli verður eytt með skipulögðum hætti í Húnavatnshreppi næsta vor. Sveitarstjóri biðlar í fréttabréfi Húnavatnshrepps til íbúa að senda frá sér upplýsingar um umfang skógarkerfils í þeirra landi og skila þeim inn fyrir 26. október. 
 
Skógarkerfill hefur dreift sér í Húnavatnshreppi undanfarin ár, en nú á að kortleggja hvar hann er byrjaður að sá sér. Vinna á að því að hefta útbreiðslu hans með slætti að lágmarki þrisvar á sumri hverju.
Málið var fyrst til umræðu á fundi sveitarstjórnar á liðnu ári en í fundargerð sveitarstjórnar frá því í ágúst í fyrra segir að skógarkerfill sé vágestur sem dreifi sér hratt þar sem hann hafi náð að sá sér. Sé það helst á svæðum þar sem búpeningi sé ekki beitt og sé því líklegast að hann dreifi sér í vegköntum og skurðum og skurðbökkum sem séu afgirtir.
 
Einnig segir í fundargerðinni að í Húnavatnshreppi hafi hann verið fram undir þetta á mjög afmörkuðum svæðum eins og til dæmis í kringum og út frá Laxárvatnsvirkjun. Þar sem hann hafi náð að breiða úr sér verði gróðurþekjan mjög einsleit og kaffæri hann annan gróður á þeim svæðum.
 
Þá segir að helst sé hægt að koma í veg fyrir að hann dreifi sér í miklum mæli ef ráðist sé gegn honum sem fyrst þar sem hann hafi stungið sér niður. Árangursríkasta aðferðin virðist vera að slá hann sem fyrst á vorin og sem oftast yfir sumarið þannig að hann nái ekki að fella fræ.
 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...