Notkun sýklalyfja í landbúnaði tifandi tímasprengja
Rannsóknir í Bretlandi sýna að baktería sem kallast MRSA CC398 og er ónæm fyrir sýklalyfjum finnst í svínakjöti í verslunum þar í landi. Bakterían hefur borist í menn og valdið alvarlegum sýkingum. Sýkingin er alvarlegt vandamál á dönskum svínabúum.