Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bók um tré
Líf og starf 8. maí 2019

Bók um tré

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hvað er hæsta tré í heimi? Hversu lengi hafa trén verið til og hvernig er líf þeirra? Hvar er boðið upp á gistingu í tréhúsi? Hvernig tryggjum við að trén lifi af umrót næstu áratuga? Öllum þessum spurningum og mörgum fleiri er svarað í bráðfallegri og fróðlegri bók sem kallast Bók um tré.

Í Bók um tré er saga trjánna rakin frá örófi fram á þennan dag. Skoðað er hlutverk þeirra í sögunni, menn­ingu, listum, þjóðsögum og náttúrunni sjálfri.

Gullfalleg og fræðandi bók sem tvímælalaust er óhætt að mæla með.

Stærstu lífverur heims

Trén eru stærstu lífverur á jörðinni. Við hliðina á risafuru virðist manneskja og jafnvel háleitur gíraffi heldur lítilfjörlegur. Jafnvel risaeðlurnar sem eitt sinn byggðu jörðina gátu falið sig í skugga risafurunnar. Tré geta líka orðið ansi gömul. Sumar tegundir lifa í margar aldir, jafnvel þúsaldir. Aðeins fáar manneskjur ná því að verða hundrað ára en fyrir flest tré er ein öld bara eins og unglingsárin. Gamalt eikartré, sem er í fullu fjöri enn í dag, man vel árin áður en langafi þinn fæddist og gæti átt eftir að lifa lengur en barnabarnabörnin þín.

Höfundar bókarinnar eru Piotr Socha, Wojciech Grajkowski og þýðandi Illugi Jökulsson. Bókaútgáfan Sögur gefur bókina út.

 

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...