Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dyggur lesandi !
Líf og starf 2. október 2023

Dyggur lesandi !

Höfundur: Ritstjórn

Á myndinni hér að ofan er Dagbjartur Sigurbrandsson með tálgaða eftirmynd af sér með Bændablaðið í höndunum. Er hún gerð af Reyni Sveinssyni, félaga hans, og ber handbragðið glöggt vitni bæði um nákvæmni og hagleik.

Eru þeir í félagsskap sem hittist vikulega í kaffi í Breiðholtinu og á útgáfudögum Bændablaðsins hefur Dagbjartur það fyrir venju að taka með sér eintök og afhenda félögum sínum.

Er Dagbjartur dyggur lesandi Bændablaðsins, en hann leit við á skrifstofu blaðsins á dögunum til að sækja tölublað sem vantaði í safnið.

Tálgun og útskurður úr tré hefur löngum átt hug hagleiksmanna okkar þjóðar, oftar en ekki úr nytjavið íslenskrar náttúru.

Eru heimildir langt aftur í sögu okkar Íslendinga sem bera vott um haganlega útskorna og tálgaða hluti, allt frá nytjagripum til skrautmuna.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...