Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dyggur lesandi !
Líf og starf 2. október 2023

Dyggur lesandi !

Höfundur: Ritstjórn

Á myndinni hér að ofan er Dagbjartur Sigurbrandsson með tálgaða eftirmynd af sér með Bændablaðið í höndunum. Er hún gerð af Reyni Sveinssyni, félaga hans, og ber handbragðið glöggt vitni bæði um nákvæmni og hagleik.

Eru þeir í félagsskap sem hittist vikulega í kaffi í Breiðholtinu og á útgáfudögum Bændablaðsins hefur Dagbjartur það fyrir venju að taka með sér eintök og afhenda félögum sínum.

Er Dagbjartur dyggur lesandi Bændablaðsins, en hann leit við á skrifstofu blaðsins á dögunum til að sækja tölublað sem vantaði í safnið.

Tálgun og útskurður úr tré hefur löngum átt hug hagleiksmanna okkar þjóðar, oftar en ekki úr nytjavið íslenskrar náttúru.

Eru heimildir langt aftur í sögu okkar Íslendinga sem bera vott um haganlega útskorna og tálgaða hluti, allt frá nytjagripum til skrautmuna.

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...