Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ennishnjúkur blasir við
Mynd / Bjarkey Dalrós Rúnarsdóttir
Líf og starf 18. júlí 2022

Ennishnjúkur blasir við

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Bændablaðinu barst kveðja frá ungum lesanda í Skagafirðinum, henni Bjarkeyju Dalrós, en greinilegt er að hún er efnilegur ljósmyndari. Við gefum henni orðið:

„Ég heiti Bjarkey Dalrós Rúnarsdóttir og ég er 14 ára og bý á Grindum í Deildardal. Mig langaði að senda ykkur mynd sem ég tók í reiðtúr á skagfirsku sumarkvöldi. Fyrir miðju er fjallið Ennishnjúkur og til vinstri við hann er Unadalur og Deildardalur til hægri. Hesturinn aftur á móti heitir Bragur frá Grindum og er 6 vetra gamall :)“

Bjarkeyju þökkum við kveðjuna, en gaman er að geta þess að fjallið Ennishnjúkur sem blasir hér við hátt og tignarlegt, rúmlega 700 metrar, er vinsælt til gönguferða. Fyrir nokkrum árum var sett upplýsingaskilti við upphaf gönguleiðar á Ennishnjúk, en það má finna við bæinn Enni í Unadal. Fjallið er eitt þeirra sem má finna í bókinni Íslensk Bæjarfjöll.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...