Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ennishnjúkur blasir við
Mynd / Bjarkey Dalrós Rúnarsdóttir
Líf og starf 18. júlí 2022

Ennishnjúkur blasir við

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Bændablaðinu barst kveðja frá ungum lesanda í Skagafirðinum, henni Bjarkeyju Dalrós, en greinilegt er að hún er efnilegur ljósmyndari. Við gefum henni orðið:

„Ég heiti Bjarkey Dalrós Rúnarsdóttir og ég er 14 ára og bý á Grindum í Deildardal. Mig langaði að senda ykkur mynd sem ég tók í reiðtúr á skagfirsku sumarkvöldi. Fyrir miðju er fjallið Ennishnjúkur og til vinstri við hann er Unadalur og Deildardalur til hægri. Hesturinn aftur á móti heitir Bragur frá Grindum og er 6 vetra gamall :)“

Bjarkeyju þökkum við kveðjuna, en gaman er að geta þess að fjallið Ennishnjúkur sem blasir hér við hátt og tignarlegt, rúmlega 700 metrar, er vinsælt til gönguferða. Fyrir nokkrum árum var sett upplýsingaskilti við upphaf gönguleiðar á Ennishnjúk, en það má finna við bæinn Enni í Unadal. Fjallið er eitt þeirra sem má finna í bókinni Íslensk Bæjarfjöll.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...