Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Höfundur: Högni Elfar Gylfason, bóndi, varaþingmaður og frambjóðandi Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóðenda allra flokka um að setja sig inn í aðalatriðin í málefnum landbúnaðarins í þeirri von að um þau yrði fjallað í aðdraganda kosninga og að þau yrðu jafnframt tekin með í stjórnarmyndunarviðræðum í kjölfarið.

Högni Elfar Gylfason.

Þar voru birt áhersluatriði í ellefu liðum sem samtökin töldu mikilvægt að hlytu umfjöllun og framgang hjá næstu ríkisstjórn landsins. Þessi atriði eru:

  • Afkoma og öryggi
  • Nauðsyn nýliðunar og kynslóðaskipta
  • Rekstrarumhverfi bænda
  • Leiðandi hlutverk íslensks landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar
  • Kjölfestuframlag landbúnaðar til þjóðarframleiðslunnar
  • Nauðsyn tollverndar til samræmis við nágrannaþjóðir okkar
  • Menntun og rannsóknir á sviði landbúnaðar
  • Auknar kröfur um umhverfisþætti, gæði og hreinleika
  • Upprunamerkingar og orðspor íslenskrar landbúnaðarframleiðslu
  • Loftslagsvegvísir Bændasamtakanna
  • Samstarfsverkefnin með stjórnvöldum

Ég vil þakka stjórn og starfsfólki Bændasamtakanna fyrir þetta frumkvæði til að vekja athygli ráðamanna á alvarlegri stöðu í greininni og lýsi stuðningi mínum við þessi mál. Þá langar mig að benda á að um flest þessara atriða er fjallað í tillögu til þingsályktunar sem þingmenn Miðflokksins hafa ítrekað sett fram á Alþingi Íslendinga án þess þó að hafa hlotið hljómgrunn hjá ríkisstjórn undanfarinna ára.

Þingsályktunartillagan er í 24 liðum og henni fylgir ítarleg greinargerð.

  1. Stuðningur við landbúnað verði stóraukinn og rekstrarafkoma matvælaframleiðenda styrkt.
    Fjárframlög til greinarinnar verði aukin og stefnt að lækkun rekstrarkostnaðar og betri lánskjörum.
  2. Gerð verði landsáætlun um aukna sjálfbærni íslensks landbúnaðar, m.a. með tilliti til orkuskipta og áburðarnotkunar.
  3. Hvatt verði til aukinna lífrænnar framleiðslu, m.a. með þróunarstyrkjum.
  4. Auknu fé verði varið til nýsköpunar og þróunar í hefðbundnum búgreinum og vinnslu með tilliti Eyjólfur Ármannsson.
    til þess að í mörgum tilvikum skili ávinningurinn sér ekki fyrr en að mörgum árum liðnum. Stutt verði við hringrásarhagkerfið í því samhengi og fullnýtingu afurða.
  5. Gerð verði áætlun um hvernig stórefla megi nám tengt landbúnaði á öllum námsstigum.
  6. Styrktir verði viðurkenndir aðilar sem vinna að markaðsmálum, nýsköpun og þróun, t.d. viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita, Landbúnaðarklasinn o.fl.
  7. Tollasamningi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 17. september 2015 við Evrópusambandið verði sagt upp nú þegar eða óskað endurskoðunar á honum, m.a. með tilliti til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
  8. Innflutningur á ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum matvælum verði stöðvaður vegna sérstöðu landsins og mikilvægis matvæla- og fæðuöryggis.
  9. Eftirlitskerfi með matvælaframleiðslu verði einfaldað og kostnaði við eftirlitið létt af greininni.
  10. Stutt verði við frekari þróun og aukna markaðshlutdeild innlendrar kjarnfóðurframleiðslu og kornræktar sem nýtir innlenda orkugjafa og skapar störf.
  11. Gerð verði áætlun um frekari nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar til innlendrar matvælaframleiðslu á sambærilegum kjörum og stóriðjan nýtur. Það taki til allra stiga framleiðslunnar, m.a. ræktunar, húsdýrahalds, kjarnfóðurframleiðslu og vinnslu afurða í afurðastöðvum.
  12. Veittir verði styrkir til rannsókna og framleiðslu á innlendu eldsneyti fyrir landbúnaðartæki, m.a. til að auka sjálfbærni.
  13. Kostnaður við flutning allra aðfanga og afurða sem tengjast matvælaframleiðslukeðjunni verði að fullu jafnaður án þess að hann bitni á greininni og þar með verðlagningu framleiðslunnar.
  14. Gerð verði áætlun um aukinn stuðning við innlenda kornrækt, kornþurrkun og nýtingu korns til fóðurframleiðslu og manneldis.
  15. Gerð verði áætlun um uppbyggingu kornbirgða á a.m.k. tveimur stöðum á landinu svo að ætíð verði til staðar birgðir til fóðurframleiðslu í 8–12 mánuði (50.000–80.000 tonn).
  16. Ráðist verði í rannsóknir á notkun innlendra náttúrulegra hráefna, svo sem þörunga og kalks, til áburðarframleiðslu.
  17. Öllum úrvinnslufyrirtækjum landbúnaðarvara verði gert heimilt að hagræða með samvinnu og samruna umfram þær skorður sem samkeppnisyfirvöld setja.
  18. Stutt verði við hrossarækt og hún efld til að nýta þau tækifæri sem þar liggja, m.a. til aukins útflutnings á lifandi hrossum.
  19. Framtíð loðdýraræktar verði tryggð, t.d. með útflutningsábyrgðum, fóðurstyrkjum og sérstökum framkvæmdalánum.
  20. Gerðir verði langtímasamningar við bændur þar sem tekið verði tillit til þjóðhagslegs mikilvægis atvinnugreinarinnar, starfskjara matvælaframleiðenda og framboðs á heilnæmum afurðum.
  21. Skóg- og skjólbeltarækt verði stóraukin svo að nýta megi tækifærin sem liggja í skógrækt.
  22. Afhendingaröryggi raforku verði tryggt svo að hætta á röskun í framleiðslu matvæla um land allt verði sem minnst.
  23. Sett verði skýr lög um upprunamerkingar matvöru í þágu neytenda þar sem fram komi m.a. uppeldisland sláturdýra og framleiðsluland matvæla, innihaldslýsingar verði skýrari, þ.m.t. um notkun lyfja við framleiðsluna og um framleiðsluferli, þ.e. hversu oft varan hafi verið fryst og þídd við vinnslu hennar og hver sláturdagur hafi verið.
  24. Tengsl landbúnaðar við ferðamennsku og íslensk matvæli verði rannsökuð, m.a. með tilliti til verðmæta sem íslensk matvælaframleiðsla skapar ferðaþjónustunni.

Ef Miðflokkurinn hlýtur til þess stuðning í komandi kosningum mun hann gera sitt ítrasta til að hrinda þessum tillögum í framkvæmd ásamt öðrum þeim sem líkleg þykja til að efla og styrkja íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Allar tillögur sem styrkja fæðu- og matvælaöryggi Íslendinga munu verða sérstök áherslumál ásamt öðrum mjög mikilvægum málum, s.s. efnahags-, orku- og útlendingamálum sem svo aðkallandi er að ná stjórn á.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...