Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Helga Gunnarsdóttir, dýralæknir hesta, hóf nýverið doktorsnám í hestavísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Helga Gunnarsdóttir, dýralæknir hesta, hóf nýverið doktorsnám í hestavísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Líf og starf 22. mars 2021

Fyrsti doktorsneminn í hestavísindum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Helga hefur alls um 20 ára starfsreynslu við hestalækningar, bæði hér heima og erlendis. Verkefni hennar heitir Hlutlæg greining á helti í íslenska hestinum (Objective lameness detection in Icelandic horses) og er hluti af stóru, fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni á sviði hreyfigreiningar hrossa.

Markmið verkefnisins er að meta ávinning hlutlægra mælinga á helti samanborið við hefðbundna, sjónræna heltigreiningu í þeim tilgangi að auka heilbrigði, endingu og velferð íslenska hestsins. Enn fremur að bæta þekkingu á áhrifum helti á hreyfimynstur og ganglag íslenska hestsins og bæta þannig aðferðir við sjónrænt mat á helti.

Aðalleiðbeinandi Helgu er dr. Sigríður Björnsdóttir, gestaprófessor við skólann, en aukaleiðbenendur dr. Marie Rhodin og dr. Elin Hernlund frá Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar.

Skylt efni: Hestar. Mast

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...