Það er notaleg stemning hjá gestum Ögurballsins í Ísafjarðardjúpi.
Það er notaleg stemning hjá gestum Ögurballsins í Ísafjarðardjúpi.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það til hliðsjónar mun í næstu blöðum birtast yfirlit yfir helstu skemmtanir og húllumhæ hérlendis.

Hér til hliðar má sjá brot af því helsta sem er á döfinni í júlímánuði, fyrir þá sem vilja gera sér dagamun, en uppákomur næstu vikna verða á dagskrá í næstu blöðum. Hér er um auðugan garð að gresja og næsta víst að ekki komist allt á lista.

Hins vegar fyrir þá sem vilja koma á framfæri hvers konar skemmtunum, opnunum eða uppákomum, má hafa samband í gegnum netfangið sigrunpeturs@bondi.is og við reynum okkar besta til að koma því að.

Alþjóðlega listahátíðin LungA stendur í vikutíma á Seyðisfirði, frá 15.–21. júlí en hún leit fyrst dagsins ljós um aldamótin síðustu. Um ræðir hátíð sköpunar, lista og menningar sem lýkur með sýningarhaldi og tónleikum, en hátíðin hefur kitlað fólk langt út fyrir landsteinana. Þema LungA í ár er Spírall/Hvirfill sem á að vísa til sköpunargleði, vina- og stuðningsnets LungA yfir árin og mun hátíðin fagna LungA fjölskyldunni, vinum og fyrrum þátttakendum sem áætla að koma saman og fagna sögu hátíðarinnar.

Hið árlega Ögurball verður haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 20. júlí nk. en ballið hefur verið haldið óslitið síðan árið 1999. Ögurhátíðin byrjar með skötuveislu í hádeginu föstudaginn 19. júlí. Um kvöldið verður barsvar „pub quiz“ og á laugardagsmorgun verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju. Ögurballið sjálft fer svo fram um kvöldið í samkomuhúsinu í Ögri, þar sem hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi. Aðgöngumiða fylgir tjaldsvæði, aðgangur að sveitaballinu frábæra og samkvæmt hefð verður boðið upp á heimagerðan rabarbaragraut með rjóma.

Guðrún Helga Hafliðadóttir, ein af skipuleggjendum ballsins, segir gamla hefð að bjóða rabarbaragraut með rjóma á ballinu. Þegar ballið var haldið fyrst fyrir tæpri öld var fólk að koma alls staðar að úr Djúpinu, flestir sjóleiðina og sumir ríðandi eða gangandi. Svo var dansað til morguns, til að hjálpa gestum að skerpa athyglina fyrir heimferðina var tekið upp á því að bjóða upp á dísætan rabarbaragraut með hnausþykkum rjóma.

Verslunarmannahelgi okkar Íslendinga hefur verið haldin ár hvert, helgina fyrir frídag verslunarmanna, síðan árið 1934. Fyrsta þjóðhátíðin var hins vegar haldin sumarið 1874 þegar Kristján konungur níundi heiðraði okkur með nærveru sinni og færði Íslendingum stjórnarskrá sem sérstaklega fór yfir málefni landsins. Tilefnið var þó ekki einungis konungleg heimsókn heldur átti byggðin 1000 ára afmæli. Voru hátíðahöld víðs vegar um landið en aðalhátíðin sett í Reykjavík 2. ágúst og á Þingvöllum þann 7. ágúst og þótti takast vel til.

Í ár, líkt og alltaf, verður svo mikið húllumhæ á landsvísu sem vel má njóta ef veður leyfir.

Júlímánuður

Önnur helgin, 12.–14.júlí

-Í Stykkishólmi, 12.–13. júlí fer fram tónlistarhátíðin Heima í Hólmi, en þá munu tónleikar fara fram í heimahúsum, heimagörðum eða á óvenjulegum stöðum. Fylgist með á visitstykkisholmur.is.

-Dagana 11.–14. júlí fer festivalið Kótilettan fram á Selfossi, hönd í hönd við Stóru grillsýninguna. Stanslaust stuð, grill og gleði, miðasala á kotilettan.is. Rétt er að taka fram að uppselt hefur verið á hátíðina síðastliðin þrjú ár og má ekki láta miðasöluna fram hjá sér fara sem fer einungis fram á kotilettan.is.

-Sandara- og Rifsaragleði verður haldin 11.–14. júlí í Snæfellsbæ – skemmtilegasta helgi ársins í þeim bænum. Grill, tónlistaratriði, íþróttir og allt þar á milli og allir velkomnir.

-Vopnaskak fer fram á Vopnafirði 12.–14. júlí. Geta gestir notið Bustarfellsdagsins, litahlaups, sápurennibrautar, hoppukastala, dorgað svolítið og hlýtt á vopnfirska tónlistarveislu svo eitthvað sé nefnt.

-Hríseyjarhátíð fer fram dagana 12.–13. júlí þar sem boðið er upp á fjölskylduvæna dagskrá sem felst m.a. í óvissuferðum um eyjuna, fjöruferð, leiktæki, kvöldvöku, varðeld og söng.

-Flughátíðin „Allt sem flýgur“ - Skemmtileg fjölskylduhátíð á Hellu dagana 12.–14. júlí. Svæðið er ein samfelld flugsýning frá föstudegi til sunnudags og má skoða vélarnar, sitja við flugbrautina og fylgjast með alls konar loftförum á svæðinu leika listir sínar. Gestir eiga svo von á karamellurigningu á laugardeginum, grillveislu og kvöldvöku í kjölfarið.

-Náttúrubarnahátíð á Ströndum, dagana 12.–14. júlí þar sem fjölskylduvæn útivistardagskrá gleður gesti. Allt frá náttúrujóga, brúðuleikhúsi, bogfimi, kajakferðum, ýmiss konar smiðjum, tónleikum með Gunna og Felix auk þess sem sagðar verða drauga- og tröllasögur í Sagnahúsinu á laugardagsnóttina kl. 21.

-Klifurhátíð verður haldin á Seyðisfirði, 12.–14. júlí en fengu aðstandendur hátíðarinnar styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands og hátíðin því eins konar uppskeruhátíð. Formlega hefst hátíðin á föstudagseftirmiðdegi þegar safnast verður saman á tjaldsvæðinu í hjarta bæjarins. Um kvöldið verður farið í sánu í Sjóbaðsstofunni SAMAN og svo má stinga sér til sunds í sjónum. Kvöldvaka, brenna og huggulegheit verða í gangi en svo er bara að klifra!

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...