Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Gráhegri
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um Evrópu, niður til Afríku og Asíu. Þeir hafa ekki sest að hérna á Íslandi en eru reglulegir vetrargestir. Stundum hafa sést hér á bilinu 50-100 fuglar yfir veturinn. Gráhegri er afar styggur og má segja að hann sé í hópi þeirra allra styggustu fugla sem finnast á Íslandi. Það getur reynst ómögulegt að nálgast hann fótgangandi undir berum himni. Þótt oftast séu stakir fuglar sem finnast er nokkuð um það að þeir séu í litlum hópum, 2-4 fuglar, og sækja gjarnan í sömu staðina. Þeir leita í votlendissvæði við tjarnir, vötn, læki eða við sjó en hafa náttstað í háum trjám eða í klettum. Þeir sitja stundum lengi hreyfingarlausir og skjóta goggnum eftir fiskum eða skordýrum. Eins reglulega og þeir flækjast hingað er ekki vitað til þess að þeir hafi orpið hérna enn þá og er talið líklegt að flestir þeir gráhegrar sem hingað flækjast séu ungir fuglar.

Skylt efni: fuglinn

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...