Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður hlaut heiðursverðlaun garðyrkjunnar
Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður hlaut heiðursverðlaun garðyrkjunnar. Hafsteinn er einn þekktasti garðyrkjumaður landsins og starfaði lengst af hjá Blómavali.
Auk þess hefur hann starfað sem garðyrkjustjóri í tveimur sveitarfélögum en frá árinu 2003 hefur hann verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi um allt sem lýtur að ræktun. Hafsteinn hefur komið að kennslu í Garðyrkjuskóla LbhÍ, setið í ritstjórn Garðyrkjuritsins um árabil og verið mjög virkur í leiðbeiningum á ræktunarsíðum á Facebook.
Hann hefur alla tíð verið einstaklega duglegur í að miðla yfirgripsmikilli þekkingu sinni á garðyrkju og ræktun til almennings og áhugamanna og haft mótandi áhrif á garðyrkju í landinu. Það kom í hlut Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra að afhenda Hafsteini heiðursverðlaunin.