Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hafsteinn Hafliðason heiðursverðlaunahafi garðyrkjunnar ásamt   Kristjáni Þór Júlíusyni landbúnaðarráðherra.
Hafsteinn Hafliðason heiðursverðlaunahafi garðyrkjunnar ásamt Kristjáni Þór Júlíusyni landbúnaðarráðherra.
Líf og starf 27. apríl 2018

Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður hlaut heiðursverðlaun garðyrkjunnar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður hlaut heiðursverðlaun garðyrkjunnar. Hafsteinn er einn þekktasti garðyrkjumaður landsins og starfaði lengst af hjá Blómavali.

Auk þess hefur hann starfað sem garðyrkjustjóri í tveimur sveitarfélögum en frá árinu 2003 hefur hann verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi um allt sem lýtur að ræktun. Hafsteinn hefur komið að kennslu í Garðyrkjuskóla LbhÍ, setið í ritstjórn Garðyrkjuritsins um árabil og verið mjög virkur í leiðbeiningum á ræktunarsíðum á Facebook.

Hann hefur alla tíð verið einstaklega duglegur í að miðla yfirgripsmikilli þekkingu sinni á garðyrkju og ræktun til almennings og áhugamanna og haft mótandi áhrif á garðyrkju í landinu. Það kom í hlut Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra að afhenda Hafsteini heiðursverðlaunin. 

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...