Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Oft var glatt við tökur, eins og hér þegar Vilmundur Hansen og Hugrún Halldórsdóttir ræða um kartöflur.
Oft var glatt við tökur, eins og hér þegar Vilmundur Hansen og Hugrún Halldórsdóttir ræða um kartöflur.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 27. apríl 2022

Heilandi fyrir sál og líkama

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Ræktum garðinn“ er ný sjónvarpsþáttasería sem hefur göngu sína á morgun, fimmtudaginn 28. apríl. Þar fjalla landsþekktir garðáhugamenn um allt það sem tengist görðum og gróðri á Íslandi.

Kvikmyndagerðarmennirnir Baldur Hrafn­kell Jónsson, Valdimar Leifsson og Edda Margrét Jensdóttir standa að gerð þáttanna ásamt fjölmiðlakonunni Hugrúnu Halldórsdóttur, en þau eru öll garðyrkjuáhugafólk.

„Garðyrkja veitir næringu jafnt fyrir sál sem líkama og við eigum okkur það sameiginlega áhugamál að vilja veita innsýn inn í heim garðyrkju og gróðurs og reyna að miðla því hversu heilandi náttúran er. Við fengum til liðs við okkur þá Vilmund Hansen og Hafstein Hafliðason, sem vita allt um viðfangsefnið og eru vanir að tjá sig um það,“ segir Baldur Hrafnkell.

Hugrún, Hafsteinn Hafliðason og Baldur Hrafnkell Jónsson við tökur.

Mikill áhugi fólks á garðyrkju varð til þess að þau réðust í gerð þáttanna. „Fjöldi fólks um allt land er í dag mjög áhugasamur um gróðurrækt og sem dæmi má nefna að fylgjendur í tveimur Facebook-grúppum, „Ræktaðu garðinn þinn“ og „Stofublóm, inniblóm, pottablóm“, eru hátt í 80 þúsund talsins,“ bendir Baldur Hrafnkell á.

Í þáttunum ferðast Hugrún um undraveröld blóma og garða. Um leið og heimsóttir eru áhugaverðir garðræktendur hafa þættirnir fræðslugildi þar sem sérfræðingar þáttanna miðla af þekkingu sinni á ræktun jafnt pottablómum sem grasflötum. Farið er í heimsókn í gróðurskála, matjurtagarða og verðlaunagarða svo eitthvað sé nefnt.

Fyrsti þáttur, af þrettán, verður frumsýndur í Sjónvarpi Símans á morgun, fimmtudaginn 28. apríl næstkomandi, en verður svo sýndur vikulega. Einnig verður öll þáttaröðin í heild í Sjónvarpi Símans Premium.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...