Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hestafræðideild Háskólans á Hólum eflir rannsóknarstarf á íslenska hestinum.
Hestafræðideild Háskólans á Hólum eflir rannsóknarstarf á íslenska hestinum.
Mynd / Gunnhildur Gísladóttir
Líf og starf 14. september 2023

Hestafræðideildin eflist

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Á síðustu misserum hefur hestafræðideild Háskólans á Hólum unnið að því að efla rannsóknastarfsemi sína.

Deildin hlaut styrk úr „Samstarfi háskóla“ til að leiða uppbyggingu á „Akademíu íslenska hestsins“ í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldur - Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði.

MeginmarkmiðAkademíuíslenska hestsins er að efla rannsóknir á íslenska hestinum. Dr. Sveinn Ragnarsson leiðir verkefnið fyrir hönd Háskólans á Hólum. Sveinn hlaut nýverið framgang í starfi og er fyrsti akademíski starfsmaður hestafræðideildar sem fær prófessorsstöðu. Fyrir utan að leiða verkefnið um Akademíu íslenska hestsins er Sveinn að byggja upp nýtt fræðasvið innan hestafræðideildar skólans sem snýr að rannsóknum á áhrifum á samveru fólks með hestum.

Það hefur lengi verið talið að umgengni við dýr geti haft jákvæð áhrif á heilsu fólks.

Til að efla enn frekar rannsóknir við hestafræðideildina samþykkti háskólaráð skólans á síðasta fundi skipan tveggja gestaprófessora til tveggja ára. Það eru þau dr. Henry Julius, prófessor í sálfræði við háskólann í Rostock í Þýskalandi og dr. Anna Jansson, prófessor í lífeðlisfræði við Uppsalaháskólann í Svíþjóð. Anna og Henry eru bæði mjög virt vísindafólk á sínum sviðum sem mun auka möguleika hestafræðideildar á erlendu rannsóknasamstarfi og auka sýnileika deildarinnar í gegnum birtingu á rannsóknum. Þau eru bæði þátttakendur í rannsóknaverkefnum sem nú þegar eru í gangi í deildinni.

Þá er Sigríður Bjarnadóttir nýr akademískur starfsmaður hestafræðideildar en Sigríður starfaði áður sem brautarstjóri búvísinda- og hestafræðibrautar Landbúnaðarháskóla Íslands. Aðrir akademískir starfsmenn sem vinna að rannsóknum í deildinni eru Víkingur Gunnarsson, lektor, dr. Guðrún Stefánsdóttir dósent og Elisabeth Jansen lektor.

Þeirra rannsóknir hafa m.a. snúist um hreyfingarfræði og þjálfunarlífeðlisfræði hesta.

Skylt efni: Háskólinn á Hólum

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...