Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hrafnsönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. janúar 2024

Hrafnsönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Hrafnsönd er meðalstór kafönd og er nokkuð auðþekkjanleg frá öðrum andartegundum sem finnast á Íslandi. Steggurinn er gljásvartur og kollan dökkmóbrún. Hrafnsönd er eina öndin í hópi svartanda sem verpur á Íslandi. Stofninn er ekki stór, einungis örfá hundruð og má segja að hún sé fremur sjaldgæf. Þeir fuglar sem verpa hér finnast helst við Mývatn og á örfáum öðrum vötnum. Hún er að langmestu leyti farfugl og eru vetrarstöðvarnar á sjó í Vestur-Evrópu. Einungis litlir hópar af hrafnsöndum hafa haft vetrarsetur á Skjálfanda og við Hvalsnes og Þvottárskriður. Aðrar tegundir af svartöndum hafa ekki orpið á Íslandi en sumar þeirra sjást reglulega á sjó við Íslandsstrendur og þá gjarnan í hópi með æðarfuglum eða hrafnsöndum.

Skylt efni: fuglinn

Réttalistinn 2024
Líf og starf 29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 29. ágúst 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins að líta dagsins ljós og með það til hliðsjónar ...

Álka
Líf og starf 28. ágúst 2024

Álka

Álka er miðlungsstór svartfugl sem líkt og aðrir svartfuglar lifir alfarið á sjó...

Menntskælingar læra bridds
Líf og starf 28. ágúst 2024

Menntskælingar læra bridds

Mikil uppsveifla varð í skólabridds í fyrravetur þegar iðkendum íþróttarinnar fj...

Ævintýralegar hestaferðir fjallagarps
Líf og starf 27. ágúst 2024

Ævintýralegar hestaferðir fjallagarps

Fjöllin, dalirnir, vötnin, fossarnir, sandarnir, jöklarnir og gljúfrin eru Ólafi...

Rauða skrímslið í Borgarfirðinum
Líf og starf 27. ágúst 2024

Rauða skrímslið í Borgarfirðinum

Þessa dagana eru briddsarar á ferð og flugi landshorna á milli í Bikarkeppni Bri...

Líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð
Líf og starf 26. ágúst 2024

Líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð

Það er ástæða til að fagna því að skriður sé kominn á innviðauppbyggingu förguna...

Liggur þú í glimmerpækli?
Líf og starf 26. ágúst 2024

Liggur þú í glimmerpækli?

Eftir drunga sumarsins dreymir sjálfsagt marga um örlítið glitur vonar. Það má a...