Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Hrafnsönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. janúar 2024

Hrafnsönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Hrafnsönd er meðalstór kafönd og er nokkuð auðþekkjanleg frá öðrum andartegundum sem finnast á Íslandi. Steggurinn er gljásvartur og kollan dökkmóbrún. Hrafnsönd er eina öndin í hópi svartanda sem verpur á Íslandi. Stofninn er ekki stór, einungis örfá hundruð og má segja að hún sé fremur sjaldgæf. Þeir fuglar sem verpa hér finnast helst við Mývatn og á örfáum öðrum vötnum. Hún er að langmestu leyti farfugl og eru vetrarstöðvarnar á sjó í Vestur-Evrópu. Einungis litlir hópar af hrafnsöndum hafa haft vetrarsetur á Skjálfanda og við Hvalsnes og Þvottárskriður. Aðrar tegundir af svartöndum hafa ekki orpið á Íslandi en sumar þeirra sjást reglulega á sjó við Íslandsstrendur og þá gjarnan í hópi með æðarfuglum eða hrafnsöndum.

Skylt efni: fuglinn

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...