Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Reynir Pétur Steinunnarson, garðyrkjubóndi á Sólheimum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Reynir Pétur Steinunnarson, garðyrkjubóndi á Sólheimum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Líf og starf 18. janúar 2024

Knútur Rafn og Reynir Pétur sæmdir fálkaorðu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Forseti Íslands sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag.

Að þessu sinni voru tveir í þeim hópi sem tengja má við íslenskan landbúnað. Knútur Rafn Ármann, framkvæmdastjóri og eigandi Friðheima, var sæmdur riddarakrossi fyrir frumkvöðlastarf á sviði matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og atvinnuuppbyggingar. Friðheimar eru fjölskyldufyrirtæki þar sem stunduð er ylrækt á grænmeti, hrossarækt og ferðaþjónusta.

Reynir Pétur Steinunnarson, garðyrkjubóndi á Sólheimum, fékk riddarakross fyrir afrek og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann hefur lengi starfað við garðyrkjustöðina Sunnu sem er starfrækt á Sólheimum. Hann er meðal annars kunnur fyrir að hafa gengið hringveginn í kringum landið sumarið 1985 í þeim tilgangi að safna fjármagni til að hægt yrði að byggja íþróttahús á Sólheimum.

Knútur Rafn Ármann framkvæmdastjóri og eigandi Friðheima.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...