Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Félagarnir Omi Ong og Vin Cara.
Félagarnir Omi Ong og Vin Cara.
Líf og starf 22. nóvember 2023

Konunglegur smjörkálskjóll

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Á tískuviku Lundúnaborgar nú í september vakti athygli sjálfbær tíska hönnuðanna Vin + Omi, en sú flík sem lokaði sýningunni þeirra var kjóll úr risavöxnum laufum smjörkáls (Butterbur - Petasites japonicus).

Vex plantan víða um heim og geta lauf hennar orðið allt að rúmum metra að stærð.

Skemmtilegt er að segja frá því að samkvæmt hönnuðunum höfðu laufin, sem þessi tiltekni kjóll var gerður úr, verið tínd á konunglegri grund – nánar tiltekið í garði eins heimila Englandskonungs. Er kjóllinn sjálfur gylltur að lit, skósíður og tignarlegur og efnið líkist helst silki. Enda ef til vill við hæfi, komandi svona frá grundum konungs. 

Hafa þeir félagar Vin Cara og Omi Ong hafið áframhaldandi samstarf við forsvarsmenn garða konungs, sem hefur meðal annars falið í sér þróun á tíu nýjum tegundum vefnaðar, gerðum úr lífrænum efnivið á borð við netlur og afskurð víðis.

Þó að ekkert af efnunum hafi enn farið í almenna framleiðslu vefnaðarverksmiðja hefur tvíeykið hannað flíkur úr netlum sem geymdar eru í safninu Victoria and Albert Museum í London. Hluti þeirra er þó sem stendur í Þjóðminjasafni Skotlands, The National Museum of Scotland, og verður til sýnis í Edinborg um óákveðinn tíma.

Konunglegt fingrafar

Undanfari verkefnisins um vinnslu jurta úr konungsgörðum er sá að þeir Vin og Omi hittu Karl konung, (þá prinsinn af Wales), árið 2018 í kokteilboði sem haldið var til styrktar sjálfbærri tísku. Þeir tóku tal saman en þá voru félagarnir akkúrat að velta fyrir sér hvað væri gert við plöntuúrgang breskra sveitabýla og hvað mætti vinna úr þeim.

Með smjörkálskjólnum ber módelið eyrnalokka úr endurunnum gosdósum.

Konungurinn var afar áhugasamur og bauð þeim í kjölfarið að safna plöntum á grundum Highgrove-seturs síns í Gloucestershire, en þar er reglum lífrænnar garðyrkju fylgt til hins ýtrasta. Er konungurinn mikill umhverfissinni og hefur um árabil lýst yfir sterkum skoðunum sínum er kemur að sjálfbærni og loftslagsmálum og af mörgum kallaður til gamans „konungur loftslagsmála“.

Á undanförnum árum hefur tískuiðnaðurinn að sama skapi fengið aukinn
áhuga á öðrum uppsprettum efnisframleiðslu en  áður hafa þekkst - þá til dæmis að framleiða gervileður úr sveppum eða ananaslaufum.

Áhugavert er að hvorki Vin né Omi, sem stofnuðu fyrirtæki sitt árið 2000, eru menntaðir fatahönnuðir, en áttu það sameiginlegt að blöskra framleiðsluaðferðir tískuiðnaðarins. Benda þeir á að sóunin sé gífurleg
og vilja því gera sitt til að sporna á móti, á eins umhverfisvænan hátt og þeim er unnt.

Lífræn vinnsla í forgrunni

Í febrúar síðastliðinn heimsóttu þeir sveitasetur bresku konungsfjölskyldunnar í Sandringham og tóku þá eftir því að grisja þurfti risastór blöð smjörkáls sem huldu um fjórðung stöðuvatns fyrir framan húsið. Þetta átti beint upp á pallborð þeirra félaga enda vinna þeir einungis með úrgang plantna. Þótti þeim blöð smjörkálsins afar áhugaverð til vinnslu enda plöntur með svo breið blöð tilvaldar við gerð vefnaðarvöru.

Saman söfnuðu þeir nokkur hundruð laufum, samtals um sex kíló (13,2 pund), og nýttu úr þeim langar trefjarnar til að gera garn. Næstu fjóra mánuði voru svo sex starfsmenn þeirra settir í að vefa með handvefsstólum um það bil fjóra og hálfan metra af efni sem var tæpur metri og hálfur að breidd.

Efnið kom skemmtilega á óvart, vandað og með áferð silkis. Engin kemísk efni voru notuð og við meðhöndlun þess varð það náttúrulega gyllt að lit og þeir Vin og Omi í skýjunum með útkomuna

Vinnsla og kynning efnisins er talin ein þeirra nýjunga sem hvetja fólk í tískuiðnaðinum til þess að vera óhrætt við að prófa sig áfram með lífræn efni og kynna sér hvernig hægt er að vinna án kemískra efna, en það virðist sem æ fleiri séu að stíg skref í þá átt.

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...