Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimasætan í Garðshorni, Yrsa Líf, strýkur hér gæðingi og vini um granir í hesthúsi foreldra sinna meðan gestir skoðuðu sig um þar og í fjárhúsum.
Heimasætan í Garðshorni, Yrsa Líf, strýkur hér gæðingi og vini um granir í hesthúsi foreldra sinna meðan gestir skoðuðu sig um þar og í fjárhúsum.
Mynd / SÁ
Líf og starf 23. október 2023

Landsins gagn og nauðsynjar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á Degi landbúnaðarins um miðjan október kenndi margra grasa. Fyrr daginn fór fram málþing í Hofi á Akureyri undir heitinu Landbúnaðu á krossgötum. Var það vel sótt og fluttar forvitnilegar framsögur ásam því að landbúnaðurinn og helstu áskoranir á þeim bænum voru tæklaða í tvennum pallborðsumræðum, auk fyrirspurna úr sal. Mikill þungi var í erindum og umræðum þótt slegið væri líka á létta strengi.

Síðari daginn opnuðu fjögur býli á Eyjafjarðarsvæðinu dyr sínar og buðu gestum að skoða búskapinn. Voru það Syðri-Bægisá í Hörgárdal þar sem stunduð er mjólkurframleiðsla, Garðshorn í Þelamörk með hrossa- og sauðfjárrækt, Sölvastaðir í Eyjafjarðarsveit þar sem er verið að byggja gríðarstórt svínahús og Þórustaðir í sömu sveit með kartöfluræktun og risastóra kartöfluupptökuvél.

Aðsóknin var með ágætum og spjallaði heimafólk við gesti um búskap sinn auk þess að bjóða upp á hressingu.

Skógarbændur héldu auk þess málþing í Borgarfirði þessa helgi og ræddu mat úr skóginum og umhirðu skógar.

8 myndir:

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...