Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimasætan í Garðshorni, Yrsa Líf, strýkur hér gæðingi og vini um granir í hesthúsi foreldra sinna meðan gestir skoðuðu sig um þar og í fjárhúsum.
Heimasætan í Garðshorni, Yrsa Líf, strýkur hér gæðingi og vini um granir í hesthúsi foreldra sinna meðan gestir skoðuðu sig um þar og í fjárhúsum.
Mynd / SÁ
Líf og starf 23. október 2023

Landsins gagn og nauðsynjar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á Degi landbúnaðarins um miðjan október kenndi margra grasa. Fyrr daginn fór fram málþing í Hofi á Akureyri undir heitinu Landbúnaðu á krossgötum. Var það vel sótt og fluttar forvitnilegar framsögur ásam því að landbúnaðurinn og helstu áskoranir á þeim bænum voru tæklaða í tvennum pallborðsumræðum, auk fyrirspurna úr sal. Mikill þungi var í erindum og umræðum þótt slegið væri líka á létta strengi.

Síðari daginn opnuðu fjögur býli á Eyjafjarðarsvæðinu dyr sínar og buðu gestum að skoða búskapinn. Voru það Syðri-Bægisá í Hörgárdal þar sem stunduð er mjólkurframleiðsla, Garðshorn í Þelamörk með hrossa- og sauðfjárrækt, Sölvastaðir í Eyjafjarðarsveit þar sem er verið að byggja gríðarstórt svínahús og Þórustaðir í sömu sveit með kartöfluræktun og risastóra kartöfluupptökuvél.

Aðsóknin var með ágætum og spjallaði heimafólk við gesti um búskap sinn auk þess að bjóða upp á hressingu.

Skógarbændur héldu auk þess málþing í Borgarfirði þessa helgi og ræddu mat úr skóginum og umhirðu skógar.

8 myndir:

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...