Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hér má sjá Guðrúnu Hildi Gunnarsdóttur við mælingar á hrossum á Hólum síðastliðið sumar
Hér má sjá Guðrúnu Hildi Gunnarsdóttur við mælingar á hrossum á Hólum síðastliðið sumar
Líf og starf 4. október 2023

Mælingar hrossa utan kynbótasýninga

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur tekið upp þá nýjung að nú verður hægt að óska eftir mælingum á hrossum utan kynbótasýninga.

Mælingamenn, starfsfólk RML, munu annast þær mælingar hérlendis. Mælingarnar verða skráðar og vistaðar í gagnabankanum, upprunaættbók íslenska hestsins, Worldfeng (WF).

Hægt verður að mæla hvort sem um ræðir kynbótahross, keppnishross eða hinn almenna reiðhest – en hrossin þurfa að sjálfsögðu að vera grunnskráð og örmerkt.

Öll mál skráð og vistuð

Öll hefðbundin mál eru tekin, skráð og vistuð og verða þá öllum notendum WorldFengs aðgengileg. Einnig verður í boði að mæla eistnastærð stóðhesta. Athygli er vakin á því að þessar mælingar teljast þó ekki sem grunnur sköpulagsdóma á kynbótasýningum, þar sem öll hross skulu mælast á sýningarstað.

Nýtist mörgum vel

Pétur Halldórsson, ráðunautur á búfjárræktarsviði RML, segir hugmyndina að þessari viðbót í WF hafa kviknað í störfum sínum á Landsmóti.

„Ég hef verið sýningarstjóri kynbótahrossa á Landsmóti í
þó nokkur skipti, sem er frekar annasamt starf eitt og sér, en iðulega hef ég verið beðinn um að mæla einnig keppnishross á Landsmóti, þá hæð á herðar og lengd hófa svo þau séu lögleg í keppni.“

Pétur telur að þessi viðbót muni nýtast mörgum vel „Eigendur keppnishrossa fá þarna tækifæri til að mæla sín hross enda eru reglur um hófalengd í keppni afleiða herðamáls.

Sömu reglur gilda um hófalengd hrossa í kynbótasýningum og gæti
því nýst eigendum og þjálfurum trippa í tamningu og þjálfun fyrir fyrsta kynbótadóm mjög vel,“ segir Pétur.

Nýtist líka seljendum hrossa

„Þessi nýjung ætti líka að nýtast vel seljendum hrossa, sem og væntanlegum kaupendum, þar sem ítarlegri upplýsingar um gripi liggja þá fyrir áður en kaup eru gerð.

Stóðhestaeigendur geta líka nýtt sér þessa viðbót og óskað eftir mælingum á eistnastærð. Sá möguleiki skapar eigendum og ræktendum svigrúm til að huga að eistnaheilbrigði ungra hesta í tíma,“ bætir hann við.

Verðmæti í gögnum WF

Pétur segir að annar stór ávinningur með þessari viðbót og auknum mælingum sé sá að með þessum hætti er gögnum safnað um hross sem alla jafna koma ekki til kynbótasýninga. „Þarna fáum við tækifæri til að safna saman enn meira af gögnum sem geta m.a. nýst til rannsókna í framtíðinni. Mikil verðmæti eru fólgin í þeim gögnum sem WF býr yfir og þau aukast dag frá degi. Það mun koma enn betur í ljós á næstu árum þegar farið verður að meta DNA og arfgerðarsýni í leit að erfðavísum sem tengjast ákveðnum eiginleikum og ýmislegt fleira – svo spennandi að mig setur algerlega hljóðan.

Gagnasafn WorldFengs er grunnforsenda þeirra framfaraskrefa sem næst verða stigin,“ segir Pétur að lokum.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu RML, www.rml.is. 

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...