Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sigurvegarar í A-flokki voru Maríus Halldórsson í 1. og 2. sæti með Rosa og Mílu sem fengu 101 stig hvort, og í 3. sæti Elísabet Gunnarsdóttir með Ripley sem hlaut 89 stig.
Sigurvegarar í A-flokki voru Maríus Halldórsson í 1. og 2. sæti með Rosa og Mílu sem fengu 101 stig hvort, og í 3. sæti Elísabet Gunnarsdóttir með Ripley sem hlaut 89 stig.
Líf og starf 28. nóvember 2023

Margur er smala krókurinn

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands (SFÍ) hélt fjárhundakeppni sína, Spaðamótið, að Eyrarlandi í Fljótsdal í októberlok. Keppt var í A- og B-flokkum auk Unghundaflokks og voru dómarar þeir Gunnar Einarsson og Helgi Árnason.

Þorvarður Ingimarsson, bóndi á Eyrarlandi, segir á Facebook-síðu Smalahundafélagsins að mótið hafi verið hið skemmtilegasta og haldið í einstakri haustblíðu, líkt og myndirnar sýna. Það lítur út fyrir að keppnin hafi verið hin æsilegasta og tilþrifin veruleg, bæði hjá mönnum og vöskum fjárhundum.

SFÍ er áhugamannafélag um ræktun, þjálfun og notkun Border Collie-fjárhunda og var stofnað árið 1992.

Ættbók SFÍ, SNA TI, er viðamikill gagnagrunnur sem félagið rekur í samstarfi við Bændasamtök Íslands.

Þess má geta að Landskeppni félagsins 2024 verður í umsjá Smalahundadeildarinnar Snata í Húnavatnssýslu og verður keppnin haldin í Vatnsdal dagana 24.-25. ágúst á næsta ári. SFÍ hefur staðið fyrir Landskeppnum smalahunda allt frá árinu 1994 auk þess sem landshlutadeildir innan félagsins hafa staðið fyrir minni keppnum.

6 myndir:

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...