Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mæðgurnar Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri og Dagrún Ósk Jónsdóttir yfirnáttúrubarn sem tóku við verðlaununum fyrir Sauðfjársetrið, og fjölskyldan í Tröllatungu, Sigríður Drífa, Árný Helga, Stefán og Birkir með verðlaunin sín.
Mæðgurnar Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri og Dagrún Ósk Jónsdóttir yfirnáttúrubarn sem tóku við verðlaununum fyrir Sauðfjársetrið, og fjölskyldan í Tröllatungu, Sigríður Drífa, Árný Helga, Stefán og Birkir með verðlaunin sín.
Mynd / Jón Jónsson
Líf og starf 16. ágúst 2016

Sauðfjársetrið og fjölskyldan í Tröllatungu fá menningarverðlaun Strandabyggðar

Menningarverðlaun Stranda­byggðar voru afhent á dögunum á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík. Þetta var í sjöunda skipti sem verðlaunin eru veitt og þetta árið hlaut Sauðfjársetur á Ströndum verðlaunin og farandgripinn Lóuna til varðveislu.
 
Sauðfjársetrið hefur áður fengið menningarverðlaunin árið 2013 og sérstaka viðurkenningu í tengslum við þau árið 2012. Í umsögn kom fram að safnið fékk menningarverðlaunin vegna öflugrar aðkomu að menningarlífi í sveitarfélaginu, sýningahaldi, ótal menningartengdra viðburði og síðast en ekki síst fyrir nýsköpunarverkefnið Náttúrubarnaskólinn. Það verkefni, sem byggir á hugmyndafræði um náttúrutúlkun og menntatengda ferðaþjónustu, hefur nú verið starfrækt frá því í fyrravor. 
 
Í umsögn sagði einnig að Sauðfjársetur á Ströndum hafi verið sérstaklega öflugt síðasta árið og eftir því tekið víða. Safnið var til dæmis í hópi þeirra tíu framúrskarandi menningarverkefna á landsbyggðinni sem voru tilnefnd til Eyrarrósarinnar fyrr á árinu. Enn fremur að aðstandendur Sauðfjárseturs á Ströndum byggi á þeirri hugmyndafræði að söfn og menningarstofnanir eigi að vera virkir þátttakendur í því samfélagi sem þær eru hluti af og að í tilviki Sauðfjársetursins hafi heppnast afar vel að byggja á þeim grunni. 
 
Við sama tækifæri fengu Sigríður Drífa Þórólfsdóttir og Birkir Þór Stefánsson, bændur í Tröllatungu, sérstaka viðurkenningu vegna menningarmála. Í umsögn segir að þau hafi með einstakri elju og myndarskap varðveitt menningarminjar gamla kirkjugarðsins í Tröllatungu. Starf þeirra við umhirðu og fegrun kirkjugarðsins hafi orðið til þess að hann er staðarprýði á Ströndum og Strandamönnum til sóma. Útimessa hefur verið í garðinum síðustu ár á Hamingjudögum sem hefur gefið öllum kost á að njóta svæðisins og eiga þar kyrrðar- og friðarstund. 

Skylt efni: Sauðfjársetrið

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...