Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur segir að sá hluti verkefnisins, sem nú er í undirbúningi, hefjist í sumar ef styrkur fæst og er gert ráð fyrir verklokum um næstu áramót.
Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur segir að sá hluti verkefnisins, sem nú er í undirbúningi, hefjist í sumar ef styrkur fæst og er gert ráð fyrir verklokum um næstu áramót.
Mynd / Andrés Skúlason
Líf og starf 17. febrúar 2023

Stórbrotið menningarlandslag

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fornleifastofnun hefur sent erindi á Rangárþing ytra og Rangárþing eystra þar sem leitað er eftir samstarfi um miðlun upplýsinga um fornleifar á sögusviði Njálu.

Kristborg Þórsdóttir hjá Fornleifastofnun fer fyrir verkefninu en hún hefur unnið við fornleifaskráningu í sveitarfélögunum á nánast hverju sumri í fimmtán ár og er því farin að þekkja aðalsögusvið Njálu mjög vel.

„Þar sem mikill áhugi er á Njálssögu, ekki síst heima í héraði, fannst mér það liggja beint við að nýta þann stóra gagnabanka um fornleifar á svæðinu sem við höfum safnað í um árabil til þess að leiða fólk um sögusvið Njálu og slá þannig tvær flugur í einu höggi með því að miðla upplýsingum um fornleifar á sögusviðinu,“ segir Kristborg.

Menningararfur sem mótað hefur kynslóðir

Verkefnið snýst um að búa til kynningarefni um fornminjar á völdum sögustöðum í Njálu byggt á fornleifaskráningu, sem þegar hefur verið unnin fyrir sveitarfélögin á svæðinu og úr gagnagrunninum Sagamap.is. Ekki er verið að ýja að því að minjarnar tengist Njálssögu að öðru leyti en því að þær eru á stöðum sem koma við sögu í verkinu.

„Á hverjum stað verður tekið fram hvaða persónur og eða atburðir í sögunni tengjast staðnum. Markmiðið er að samtvinna menningararf sem fólginn er í ritverkum fyrri alda og í jarðföstum minjum sem saman mynda stórbrotið menningarlandslag og hefur haft áhrif á og mótað ótalmargar kynslóðir Íslendinga,“ segir Kristborg aðspurð og tilgang og markmið verkefnisins.

Verkefni á frumstigi

Að sögn Kristborgar er fyrstu umferð fornleifaskráningar lokið í Rangárþingi ytra og er komin vel á veg í Rangárþingi eystra. Í þeirri vinnu hefur margt forvitnilegt komið í ljós og mikill fjöldi merkra minja er á svæðunum báðum.

„Ég á ekki von á því að margar nýjar minjar komi í ljós í þessu tiltekna verkefni en það er sannarlega mögulegt. Verkefnið er á frumstigi og á vonandi eftir að þróast áfram. Sá verkhluti, sem er í undirbúningi og sótt hefur verið um styrki fyrir, er fremur smár í sniðum og ekki kostnaðarsamur.

Ef styrkur fæst verður vonandi hægt að nota afraksturinn til þess að þróa verkefnið áfram og hugsa stærra. Ekki hefur verið úthlutað úr sjóðnum sem sótt hefur verið um beint fjármagn til en þegar hefur verið komið á samstarfi milli Fornleifastofnunar Íslands við sagamap.is, sveitarfélögin Rangár- þing ytra og Rangárþing eystra og Ferðafélag Rangæinga.

Þannig að viðtökurnar hafa verið góðar og greinilegt að mikill áhugi er á verkefninu,“ segir Kristborg. Raunhæft sé að áætla þrjú ár að lágmarki í stórt verkefni sem fæli í sér öflun gagna, ritun texta, hönnun og miðlun.

Skylt efni: fornleifar

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...