Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Í fjörunni má finna sér ýmislegt til átu eða fegurðarauka, eftir því hvernig stendur á hjá fólki.
Í fjörunni má finna sér ýmislegt til átu eða fegurðarauka, eftir því hvernig stendur á hjá fólki.
Líf og starf 10. júní 2024

Þörungar, þang og þari

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Aukin vakning hefur verið undanfarin ár í vinnslu heilsuafurða úr þörungum, þar á meðal varðandi ávinning þeirra fyrir húð og hár.

Þörungar er samheiti yfir tugþúsundir tegunda vatna- og sjávargróðurs. Meðal þeirra eru brún-, rauð- og grænþörungar sem vaxa á botni sjávar, í fjörum og á grunnsævi og hafa gegnum tíðina verið nýttir til manneldis. Einnig hefur fjörubeit tíðkast öldum saman enda sauðfé sólgið í þang og þara – en aðeins er á reiki hvort hinn almenni lesandi þekkir þörunga sem einungis þara, þang eða hvort hann gerir sér grein fyrir að þarna er örlítill munur á. Við höldum okkur við þörunga.

Dvergþang er smávaxinn brúnþörungur sem vex allra efst í fjörunni og má nota til átu á svipaðan hátt og brokkólí, en þykir einnig gott sýrt.

Komið hefur í ljós að þörungar innihalda gnægð vítamína, andoxunarefna og amínósýra sem hafa gríðarlega góð áhrif á líkamann. Regluleg inntaka þeirra dregur úr hrukkum, minnkar bólgur og hefur lengi þótt kraftaverk fyrir unglingabólur, auk þess að halda útbrotum í skefjum – enda oft mælt með þaratöflum fyrir psoriasis- sjúklinga vegna þess steinefnamagns sem þær innihalda.

Þó nokkurt magn þörunga finnst við Íslandsstrendur og því ekki seinna vænna að fá sér gönguferð niður í fjöru og taka stöðuna, enda finnast víst engir eitraðir fjöruþörungar hérlendis.

Söl eru rauðþörungar sem vaxa frá miðri fjöru og niður úr, afar vinsælir og góðir til átu.
Kostir þara til inntöku

Í gegnum árin hafa þörungar átt heimkynni í síbreytilegu umhverfi sjávar. Mismunandi hitastig, PH-gildi, rakastig, UV-stuðull og seltustig auk mengunar hefur – ef jákvæða hliðin er athuguð – þróað sterkt náttúrulegt viðnám þeirra gegn streituvöldum í umhverfinu og ýtt undir framleiðslu náttúrulegra andoxunarefna. Neysla þeirra getur þannig spornað örlítið við framleiðslu sindurefna sem annars eru þekkt fyrir að hraða öldrun.

Þörungar eru afar vítamínríkir og innihalda til dæmis C-vítamín sem hægir m.a. á öldrunareinkennum, svo sem hrukkum og myndun dökkra bletta auk þess að auka vörn sólarvarna gegn skaðlegum útfjólubláum geislum. C-vítamín getur einnig hjálpað til við að berjast gegn bakteríum í hársverðinum, draga úr þurrki og kláða, minnkar flösumyndun og er talið auka hárvöxt.

Til viðbótar eru þeir stútfullir af E-vítamíni og fitusýrum – hafa í raun alla kosti rakakrems. Þeir veita raka að húð- og hárfrumum og mynda þannig silkimjúka áferð auk þess að vera frábær uppspretta hyaluronicsýru, náttúrulegrar fjölsykra sýru sem bindur raka kröftuglega í húðinni.

Hátt steinefnainnihald þörunga ýtir undir framleiðslu á kollageni, mikilvægasta uppbyggingarpróteini líkamans, sem byggir bæði upp bandvef og húð auk þess að stuðla að unglegra útliti, ljómandi húð, hári og nöglum. Eftir því sem við eldumst hægist smám saman á kollagenframleiðslu okkar, og því um að gera að hafa þetta í huga enda er kollagen í um 75% af þurrvigt húðarinnar.

Marinkjarna, eða wakame, kannast margir við í samhengi við sushi, enda vel þekktur matþörungur. Hann er ríkur af efninu mangan sem er mikil- vægt fyrir efnaskipti próteins og fitu, heilbrigði tauga og ónæmiskerfis. Getur marinkjarninn orðið 4 m langur og finnst neðst í brimasömum fjörum. (Skærgræna litinn fær hann við suðu.)
Unglingabólur og endurnýjun húðar

Þörungar hafa náttúrulega bólgueyðandi eiginleika sem gefa góða raun er kemur að húðsjúkdómum á borð við unglingabólur og rósroða. Brúnþörungar sérstaklega, innihalda bólgueyðandi efni sem þekkt er fyrir að róa viðkvæma húð og hefur jafnvel reynst sjúklingum með liðagigt vel. Þeir hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfið, örvun endurnýjunar vefja auk þess að stuðla að afeitrun líkamans yfir höfuð.

Kalsíum, joð og magnesíum, bróm, K-vítamín, prótein, kopar og sink eru einnig í hópi þekktra innihaldsefna þessarar dýrmætu auðlindar sem við ættum að vera duglegri að nýta okkur. 

Sumir þurrka og mala þörunga og nýta sem krydd, í súpur eða te. Aðrir fara í svokallað þarabað fyrir allsherjar yfirhalningu, nýta sem andlitsgrímu á meðan enn aðrir japla gjarnan á bita við hin ýmsu tækifæri.

Á vefnum mataraudur.is má meðal annars finna víðtækar upplýsingar um hvar matþörunga er að finna, en ef farið er í fjörumó skal hafa í huga að skera eða klippa það sem tínt er svo það vaxi upp aftur.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...