Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
 Þróun matvælaverðs hér á landi sambærileg og í nágrannalöndum okkar
Líf og starf 13. september 2023

Þróun matvælaverðs hér á landi sambærileg og í nágrannalöndum okkar

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Verðþróun Samræmd vísitala neysluverðs er notuð til að mæla breytingar á verðlagi innan EES og auðvelda með því samanburð á verðbólgu milli ríkjanna. Grunnur samræmdrar vísitölu neysluverðs er byggður á sömu gögnum og íslenska neysluverðsvísitalna. Þó eru þær ekki algjörlega sambærilegar, vegna mismunandi umfangs einstakra liða.

Mestu munar að eigið húsnæði er ekki með í samræmdu vísitölunni. Samkvæmt vísitölunni mælist 12 mánaða verðbólga í júlí 7,5% hér á landi en 6,1% innan EES svæðisins. Hér sést að hægt hefur á verðhækkunum erlendis á bæði kjöt-, mjólkur- og kornvörum á meðan verðbólgan á íslenskum matvörum sérstaklega hafði enn ekki byrjað að lækka þegar júlímælingar voru birtar. Hæst náði 12 mánaða verðbólga á matvörum tæplega 20% í Evrópu fyrri hluta þessa árs en féll svo hratt.

Verðbólga á matvælum hefur ekki náð þeim hæðum á Íslandi en í júlí leitaði hún enn þá upp á við og var þá nánast sú sama og evrópska matvælaverðbólgan.

Matvælaverð Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun matvæla í júlí 12,2% hér á landi en 12,6% innan EES svæðisins.

Kjötvörur Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun á kjötvörum í júlí 15,1% hér á landi en 8,6% innan EES svæðisins.

Kornvörur Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun á mjólkurvörum í júlí 12,3% hér á landi en 13,1% innan EES svæðisins.
Mjólkurvörur Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun á mjólkurvörum í júlí 12,5% hér á landi en 8,9% innan EES svæðisins.

Skylt efni: Matvælaverð

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...